Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 28

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 28
26 „Hún bar nokkuð drembin sinn Dannebrogshatt og dálítinn umskiptings keim, en ánægja var það, ég segi það satt að sjá hana í búningnum þeim“ — kvað Þorsteinn um Reykjavík á dögum Jörundar hundadagakon- ungs, en þetta átti enn við, um aldamótin seinustu. Nokkrum ár- um síðar kom fánahreyfingin til sögunnar. Dannebrogsflöggunum fór æ fækkandi og hinn fagri bláhvíti fáni, sem Einar Benedikts- son gerði ódauðlegan með hinu fagra kvæði sínu, „Rís þú, unga Islands merki“, kom í staðinn. Munu fáir þeir, sem ungir voru á þessum árum, minnast þess sársaukalaust, að bláhvíti fáninn skyldi ekki vera löggiltur sem fáni íslands. Mun það engin tilvilj- un, að Fram valdi sér fánalitina (skjöldur og búningur). Á þessum árum stendur ungmennafélagsskapurinn í blóma og mikill áhugi vaknar fyrir íþróttiun. — Við, strákarnir, fengum okkar fyrstu kynni af knattspyrnu sem áhorfendur, er enskir sjóliðar komu í land, og kepptu sín á milli, og síðar við Islendinga. — Herskipið Bellona var þá á sumrum hér við land, og önnur herskip, og ég held, að það hafi sjaldan komið fyrir, er farið var með bolta suður á mela, einkanlega þegar Bellona var í höfn, að við strákarnir værum ekki í hópi áhorfenda — æstir og hrifnir og alltaf með vakandi auga á boltanum — (þá var alltaf talað um boltaleik eða að fara í fótbolta), — oft vafa- laust til þess að fá tækifæri til þess að „sparka“, ef hann „færi út af“. Og svo kom það eins og af sjálfu sér, að við vorum orðnir upprennandi knattspyrnumenn sjálfir. Fram var stofnað 1908 og voru stofnendurnir, sem kunnugt er, drengir um og innan við fermingu. Frá félagsstofnuninni og fyrstu starfsárunum geta margir sagt betur en ég, því að ég var jafnan í sveit á sumrum, en æfði mig með félögum mínum á vorin og fram undir slátt. Æfingarnar byrjuðu snemma á vorin og áhug- inn var mikill. Tvennt vil ég leggja áherzla á. I fyrsta lagi, að það var, að því er ég bezt veit, áhugi stofnendanna sjálfra sem leiddi til félagsstofnunarinnar — ekki hvatningar frá öðrum. Æfing- arnar og samvinnuna einkenndi þegar í byrjun frjálslyndi og drenglyndi — og fjör, og þótt ég hafi ekki alltaf haft tækifæri til þess að fylgjast með Fram síðar, hygg ég, að þessa hafi jafnan gætt í starfsemi félagsins allri. Ég minntist áðan á hinn ríka áhuga drengjanna sjálfra á knatt-

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.