Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Síða 31

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Síða 31
29 laununum. — Var hún klædd skautbúningi. Fengum við félagar bronze-medalíur í bláhvítu bandi (fánalitunum) að sigurlaunum, með mynd Jóns Sigurðssonar og einkunnarorðunum íslandi allt, áletruðum. Gengum við fyrir Sigríði einn af öðrum og mældi hún „medalíunum“ í peysurnar okkar. Ég held að enginn hafi kviðið fyrir kappleiknum, en sumir kannske fyrir þessu hátíðlega augna- bliki. Ég hef ekki óskað Fram neins betra en að félagið megi ávallt starfa í sama anda og það var stofnað, eins og það hefur gert til þessa. Og æskulýð landsins vildi ég óska þess, að hann mætti aftur eignast þann anda, sem ríkjandi var 1911 og á þeim ánrni, þann anda, sem fram kom í fánasöng Einars Benediktssonar 1906 og lýsti svo vel hinum háleitu vonum þjóðarinnar, er hún barðist fyrir að fá þjóðfána sinn löghelgaðan, hinn bláhvíta fagra fána, sem Bjarni frá Vogi helgaði á Lögbergi, þann fána sem vissulega hefði átt að verða fyrir valinu sem fáni íslands, þótt annað yrði uppi á teningnum. A. Th. Grein þessi birtist í afmælisblaði Fram 9. febrúar 1943. Stökur. Liggur í horni harpan og hulin ryki. Slitnuðu strengir og eyddust ómar á augnabliki. Svo muntu áfram árin ómvana bíða. Strengina skar eg, örvita, óður! Einn má eg líða. Æskan er liðin og löngu’ er langspilið þagnað. Fegurðin horfin. Hönd skal á plóg og hugþrek magnað. 1922.

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.