Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 35

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 35
33 Tjáði ég Hafstein ráðherra þegar, að þessi frétti hefði mér eigi fyrr borizt. En hitt muni honum sennilega kunnugt, að síðan við stofnuðum Ungmennafélag Reykjavíkur í fyrra haust, höfðum við dregið þennan fána að hún á Bárubúö á öllurn fundum okkar og samkomum, því að þegar á stofndegi höfðum við kosið bláhvíta fánann sambandsmerki U.M.F.Í um allt land. Að lokum skýrði ég ráðherra frá, að nú á Þingvöllum myndum við fylgja tveggja missera venju og draga fána vorn að hún yfir fundartjaldi okkar. Önnur not fána vors væri eigi ákveðin af okk- ar hálfu . . . Virtist Hafstein ráðherra gera sig ánægðan með þessa úrlausn mína, og bjóst ég ekki við, að þessu yrði hreyft framar, allra sízt á Þingvelli. — Og víkjum nú aftur á Þingvöll. * # * I hádegishléinu á móttökudegi konungs í sindrandi sólskini og sumarblíðu, sem fyllti allan fegurðargeim Þingvalla óumræðileg- um friði og unaði og orðlausri vellíðan, gerðist sá atburður, er nú skal greina: Skrautklæddir fulltrúar ungmennafélaga Islands sátum við um- hverfis tjald vort uppi í brekkunni og nutum — tilverunnar í sæluþrunginni þögn. Skyndilega kemur þá höfðinglegur maður og vel búinn, með staf í hendi, neðan frá konungstjöldunum og stefnir upp brekk- Una til okkar. — Þetta er lágur maður þrekinn og gengur hægt og virðulega. Þegar nær kemur, þekkja sumir manninn: — Þetta var háttvirtur forseti sameinaðs Alþingis, Hannes Þorsteinsson ritstjóri, dr. og fræðimaður margfaldur. Hann virðist fremur þungbúinn og alvarlegur, varpar kurteislega á okkur kveðju og tekur seint til máls. Loks kemur hann að erindi sínu: Er það kveðja frá ríkisstjórninni, kurteislega orðuð og vel rök- studd beiðni, hvort vér vildum ekki vera svo vænir að draga niður fánann á tjaldi voru. — Beiðni þessi var ekki frekar rökstudd, enda var þess ekki þörf. Allir vissum við, hvað að baki bjó. En beiðnin kom svo óvænt og var svo furðuleg, að við horfum stund- arkorn forviða á sendilinn, unz Jóhannes Jósepsson spratt upp, °S þá stóð ekki á svarinu: Stórort og skorinort, svo háttvirtur erindreki stjórnarinnar átti þar engin orð til andmæla, og það var „hljóður og hógvær maður“, sem sneri aftur ofan til stjórnar- °g konungstjaldbúða niðri á Völlunum þann daginn. # * * 3

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.