Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 36

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 36
34 SAGA FRÁ HERNÁMI BRETA NYRÐRA Þá þarf ég að minnast á merkilegt atriði í tilefni af þínum prýðilega þætti um Einar H. Kvaran. — Þar er ég þér algerlega sammála um dóm þinn og skoðun um Kvaran, bæði sem skáld og rithöfund. En þessi þáttur þinn átti brýnt erindi til mín, sem vakti mig úr margra ára firrð, er ég vík nú að: 1 þætti þínum um Kvaran drepur þú á snilldarþýðingu hans á ljóðinu Ris'pali, hinu heimsfræga kvæði Tennyson’s, sem frá því er ég las þýðingu Einars, hefur átt svo sterk ítök í mér og djúp, sem löngu síðar hafa meir en tvöfaldast í hugarheimum mínum af mjög sjaldgæfum ástæðum. Og pá sögu verð ég að segja pér. Hún er frá hernámstíma Breta á Akureyri og Hrafnagili. Setulið þeirra varð brátt svo fjölmennt, að of þéttbýlt hefði orðið á sjálfu bæjarsvæðinu fyrir svo stórt skálahverfi, sem nú var þörf fyrir. Fékk því setuliðið prýðilegt sléttlendi öðrum megin við veginn fram hjá Hrafnagilsbænum. Var þar reist afarstórt skálahverfi, allt í samhengi, svo að úr því varð raunverulegt „völundarhús“’, sem erfitt var að átta sig á. Einn setuliðsforinginn, C. C. Gould, var einnig fræðslumála- stjóri og bókavörður setuliðsins. Hann varð góðkunningi minn um langt skeið. Hann kunni hrafl í bóklegri norsku og vildi gjarna fá góða tilsögn, og var því vísað til mín. Varð hann því heima- gangur hjá mér mest allan setuliðstímann. Barst brátt í tal milli okkar, hve bágt það væri að ungu setuliðspiltarnir skyldu ekki fá neina tilsögn í íslenzku, og fékk Mr. Gould mig loks til að fara tvisvar í viku inn að Hrafnagiii og hafa þar með piltunum tvo íslenzkutíma í hvort skiptið, sinn hvorum megin við miðdegis- verðinn. Gekk þetta all vel meðan yfir stóð. Piltarnir sóttu mig í bíl 15 km til Akureyrar og skiluðu mér á sama hátt. Flest voru þetta ungir piltar, en einnig nokkrar hjúkrunar- konur í „sínum hóp“, og einnig gamall „hitabeltis-sjúkdóma-yfii’" læknir“, sem bað mig að lesa með sér norsku. Hann hét Colonel Bird. Ein hjúkrunarkvenna fékk stundum heimatíma hjá mér. Hún hafði kynnzt íslenzkri stúlku og langaði til að verða dálítið tal- fær í íslenzku. — Hún hét Mary Woodhouse og var frá Lancas- hire, stillt stúlka og geðsleg, á 30 ára aldri, býst ég við. Ég hafði

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.