Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 43

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Page 43
41 kaupi. — Þrátt fyrir það, að leikritið telst ekki til betri leikrita Synges, eru í því frábærir kaflar, sem leiða fólk í allan sannleik um frábært vald Synges á málinu. Það var leikið í fyrsta sinn árið 1909. The Well of the Saints er ritað árið 1905. Þar er gerð grein fyrir hinu heimspekilega vandamáli í sambandi við hamingju og þján- ingu. Sú kenning, að hamingja (eða það sem fólk heldur, að ham- ingja sé) sé í sjálfu sér spilling, hefur oft verið sett fram og á margan máta í sögu leiklistar. I The Well of the Saints hljóta betlari og kona hans, sem bæði hafa verið blind, sjónina aftur. En þau komast að því, að meðan þau voru blind, var hamingja þeirra meiri en er þau höfðu öðlazt fulla sjón. The Playboy of the Western World. Þetta er frægasta leikrit Synges og var fyrst leikið árið 1907 í Abbeyleikhúsinu í Dublin. Áhorfendur voru svo hneykslaðir á orð- bragðinu og því, sem þeir töldu niðurníðslu á írskum persónu- leika, þar sem söguhetjan Christy Mahon var, að þeir reyndu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að koma í veg fyrir, að hægt væri að sýna leikritið. Þeir stöppuðu, úuðu og flautuðu til að sýna van- þóknun. Leikendur neituðu að láta í minni pokann og komu fram á tilsettum tíma, hvað eftir annað, við ófögnuð áhorfenda. Eftir að leikritið hafði gengið í viku, varð lögreglan að vera viðstödd til að halda uppi lögum og reglu í leikhúsinu, en leikritið varð frægt að endemum. Vegna úlfaþytsins, sem varð eftir frumsýninguna á leikritinu, skrifaði Synge blöðunum, að það hefði ekki ,,tilgang“ í nútíma- skilningi þessa orðs, en þrátt fyrir það, að kaflar í því væru ætlaðir sem öfgakenndur skopleikur, væri samt margt í því og á bak við það fyllilega alvarlegt, ef á það væri litið frá vissu sjónar- horni. „Án efa er einhver alvarlegasti þátturinn í leikritinu sál- vöxtur Christys, sem í byrjun er einkar þreyttur og hræddur, en sjálfsálit hans vex smám saman vegna væntumþykju Peggen Mikes og líkamsræktar hans sjálfs. Að lokum gerir hann sér grein fyrir eigin hæfileikum. En áður en Christy breytist, hefur hann þjáðst af feimni og einmanaleika. Deirdre of the Sorrows. Harmleikurinn um Deirdre er sóttur í gamla írska munnmæla- sögu. Hún kýs útlegð og dauða með ungum elskhuga sínum, L

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.