Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Qupperneq 49

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Qupperneq 49
47 Kvceði. Ég man það svo vel: Yfir vegi og skóg skein Venus og systrastjarnanna fjöld. ,,Og kirkjuklukknanna gling-gling gló verður gleðin ein þetta jólakvöld“ — Sú hugsun friðaði sál mína sjúka, er signdu stjörnurnar barrskóg og hnjúka. Og margt var fargið, sem lamaði og lá í lund hvers eins í þeim hermannafans, en ég man það svo vel: Það var viðkvæmni og þrá, sem virtist skína úr augum hvers manns — sem vildu þeir Betlehems-barnið dreyma og biðja með þeim, sem að krupu heima. Ég man þig svo vel, litla bjarkar býli, hve bjart var ljósið í stofum þínum. Ég á enga minning um skógar skýli svo skuggalausa í huga mínum. Og enn er sem klukknanna gling-gling gló svo glaðlega ómi og færi mér ró. Ég megna svo lítils. En svo lítinn söng, ég syng þér, Björk, úti í skógum Rínar, því stundum, þá nóttin er leið og löng, mig langar að hverfa á slóðir þínar — og hlusta á klukknanna gling-gling gló svo glaðlega óma og f æra mér ró. (Cleveland, 1919)* *) Sbr. „Horit inn í hreint hjarta og aðrar sögur frá tíma fyrri heimsstyrj- aldar", Rvík 1966. 4. útgáfa, bls. 308—312.

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.