Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 5
FRELSISBÆN PÓLVERJA
eftir FELINSKI.
STEINGRÍMUR THORSTEINSSON
þýddi úr sænsku.
Guð, þú sem vorri ættjörð skýldir áður.
Alvaldi guð, sem vilt að hún sig reisi.
Lít þú í náð til lýðsins, sem er hrjáður.
Lagður í fjötra jafnt í borg sem hreysi.
Guð, heyr vort óp, er grættir þig, vér biðjum:
Gef oss vort land og frelsa það úr viðjum.
Barist vér höfum þér til dýrðar, Drottinn.
Djart fyrir trúna, hönd þín fram oss leiddi.
Dáð vorri lést þú veröld bera vottinn.
Veittir oss frægð, er neyð vor sárt þig beiddi.
Guð, heyr vort óp o.s.frv.
Drottinn’ gef Pólen mistar feðra frægðir.
Fold láttu blómgast, sem af harðstjórn máist.
Leið til vor aftur friðar náð og nægðir.
Nóg höfum þolað, sjá hve fólkið þjáist.
Guð, heyr vort óp o.s.frv.
Drottinn, þú lægir ríkismanna rosta.
Réttláti guð, og kneikir þá sem fisið.
Léttu af oss fargi fjandmanns afarkosta.
Fólksins í höndum kveiktu vonarblysið.
Guð, heyr vort óp o.s.frv.
Heilagi guð, sem verkar alvalds undur.
Angurs og þrældómsböndin af oss greiddu.
Jarðríkis þjóðir, sem að viltust sundur.
Saman í frið og kærleik aftur leiddu.
Guð, heyr vort óp, er grættir þig, vér biðjum:
Gef oss vort land og frelsa það úr viðjum.