Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 9

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 9
Draumsýn Mig dreymdi þig í nótt gamli vinur. Það var eins og forðum daga, þegar ég gekk frá húsinu mínu í Þverholtum, að hliðinu norð- anmegin og svo í áttina til þín, þar sem þú kroppaðir grængresið í holtsjaðrinum, þar sem var stekkur endur fyrir löngu. Þetta var alveg eins og forðum daga, þegar ég steig þessi seinustu spor dags- ins að vor- og sumarlagi, á hverju kvöldi, að loknum störfum, til þín í haganum, áður en ég fór í háttinn. Og þú hættir að kroppa, eins og þá, og komst á móti mér. En þetta var í draumi, og ég kom ekki með brauðsneið handa þér, eins og forðum, og ég var ekki glaður eins og þá, því að ég kom eins og iðrandi syndari, haldinn sektartilfinningu, sem reyndist svo erfitt að losna við, þótt ég að örlaganna vilja hefði orðið að slíta samvistum við þig, en einhvern veginn hefi ég ekki verið samur maður síðan. Það var ekki sársaukalaust, er leiðir hlutu að skilja. Það svíður enn í þessi gömlu sár, og liklega gróa þau aldrei til fulls, — en þú komst á móti mér, og barst höfuðið hátt, eins og ævinlega, með reistan makka, fráneygur, sjóli holta og haga. Og við horfðumst í augu, eins og forðum, og ég fann dögg- vota snoppuna við vangann. Ég las það í augum þínum, að þér skildist, að ég var hryggur og iðrandi, en þú varst glaður og það yljaði mér inn að hjartarótum. Og svo brá allt í einu fyrir þessu eldingarkvika leiftri í augunum, sem alltaf gæddi mig orku og þrótti sem fyrrum. Og mér skildist, að þú vildir, að ég bæri höfuðið hátt, eins og þú. Við minntumst — og svo fórum við hvor sína leið þú upp að stekknum, og ég til bæjar, gripinn sömu fagnaðarkennd- inni og æ fyrrum, af tilhugsuninni um morgunstundina, er ég stigi fyrstu spor dagsins út í hagann, til þín. Það var kyrrð yfir bæ og túni og haga. Dásamleg eru þau, góð- viðriskvöldin í ágúst, er húma fer. En aldrei verða húmblæjur þeirra svo dökkar, að ekki megi greina hvítan hest í haganum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.