Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 10
8
Ég leit sem snöggvast um öxl og virti þig fyrir mér, — þar sem
þú stóðst undir stekkjarveggnum og horfðir til bæjar.
Og er ég tók á mig náðir var sál mín aftur hraust og sterk.
Gamlar minningar
Draumurinn vakti minningar, sem þú varst á einhvern hátt við
tengdur. Þú komst þó ekki alltaf beint við sögu. Og aðrar voru
frá löngu liðnum dögum, en þá hafði fundum okkar ekki enn
borið saman. En ég sagði þér víst frá þeim sumrum, er við vorum
tveir einir, þú og ég. Eða þá, að ég rifjaði þær upp i návist þinni.
Einhvem veginn var það svo þá, að mér fannst, að hugir okkar
beggja rynnu sömu brautir. Því að ávallt vorum við félagar. Góðir
félagar. Og góðir félagar skilja hvor annan.
Síðan er mig dreymdi þig hefir þú að kalla stöðugt verið í huga
mér. Og ég hefi rifjað þetta allt upp. Einna hugfólgnust er minn-
ing frá vorinu, er ég fór að hokra í Þverholtum, vorið, sem ég
eignaðist þig, og yfir Álftá að fara á vaði. Ég var búinn að
koma dótinu fyrir á kerrunni og binda sem bezt ég gat, og lagðist
svo á grúfu ofan á hlaðann og slakaði dálítið á taumunum, er að
vaðinu kom. Vissi ég, að þú mundir fara örugglega, en ekki óðs-
lega, eins og þú áttir þó til stundum. Við vorum farnir að kynnast.
Og ég vissi, þótt af skammri reynslu væri, að þú fórst þér hægar,
þegar mikið var í ánni, og hún var á miðjar síður í þetta skifti.
Aldrei skorti þig áræði, og skapið mikið, jafnvel ofsafengið á stund-
um, og lá við, að illa færi stundum, er þú vildir taka ráðin af þeim,
sem með þig fóru, og þú felldir ekki skap við. En í okkar skiftum
fór ávalt allt vel. Ekki þurfti ég að taka í taumana á leiðinni yfir
um. Hárrétt fórstu, næstum beint yfir, en þó dálítið skáhallt undan
straumi, þar til að sandbleytum undir vesturbakkanum kom, svo
í hæfilegri fjarlægð frá bakkanum drjúgan kipp undan straum, unz
að brautarnefnunni kom handan árinnar, og var þetta þó nokkur
vaðall, en svo hraustlega tókstu í, upp brekkuna og upp á barð-
brún, að mér fórst óhönduglega, að henda mér af, þér til léttis upp
brattann. Þá dokuðum við stundarkorn við, en svo var áfram
haldið.
Þetta var um kvöld í maí og hann var á norðan og svalur.