Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 10

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 10
8 Ég leit sem snöggvast um öxl og virti þig fyrir mér, — þar sem þú stóðst undir stekkjarveggnum og horfðir til bæjar. Og er ég tók á mig náðir var sál mín aftur hraust og sterk. Gamlar minningar Draumurinn vakti minningar, sem þú varst á einhvern hátt við tengdur. Þú komst þó ekki alltaf beint við sögu. Og aðrar voru frá löngu liðnum dögum, en þá hafði fundum okkar ekki enn borið saman. En ég sagði þér víst frá þeim sumrum, er við vorum tveir einir, þú og ég. Eða þá, að ég rifjaði þær upp i návist þinni. Einhvem veginn var það svo þá, að mér fannst, að hugir okkar beggja rynnu sömu brautir. Því að ávallt vorum við félagar. Góðir félagar. Og góðir félagar skilja hvor annan. Síðan er mig dreymdi þig hefir þú að kalla stöðugt verið í huga mér. Og ég hefi rifjað þetta allt upp. Einna hugfólgnust er minn- ing frá vorinu, er ég fór að hokra í Þverholtum, vorið, sem ég eignaðist þig, og yfir Álftá að fara á vaði. Ég var búinn að koma dótinu fyrir á kerrunni og binda sem bezt ég gat, og lagðist svo á grúfu ofan á hlaðann og slakaði dálítið á taumunum, er að vaðinu kom. Vissi ég, að þú mundir fara örugglega, en ekki óðs- lega, eins og þú áttir þó til stundum. Við vorum farnir að kynnast. Og ég vissi, þótt af skammri reynslu væri, að þú fórst þér hægar, þegar mikið var í ánni, og hún var á miðjar síður í þetta skifti. Aldrei skorti þig áræði, og skapið mikið, jafnvel ofsafengið á stund- um, og lá við, að illa færi stundum, er þú vildir taka ráðin af þeim, sem með þig fóru, og þú felldir ekki skap við. En í okkar skiftum fór ávalt allt vel. Ekki þurfti ég að taka í taumana á leiðinni yfir um. Hárrétt fórstu, næstum beint yfir, en þó dálítið skáhallt undan straumi, þar til að sandbleytum undir vesturbakkanum kom, svo í hæfilegri fjarlægð frá bakkanum drjúgan kipp undan straum, unz að brautarnefnunni kom handan árinnar, og var þetta þó nokkur vaðall, en svo hraustlega tókstu í, upp brekkuna og upp á barð- brún, að mér fórst óhönduglega, að henda mér af, þér til léttis upp brattann. Þá dokuðum við stundarkorn við, en svo var áfram haldið. Þetta var um kvöld í maí og hann var á norðan og svalur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.