Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 18
16
og aftur er hægt að bíða og vona, og þótt ný nótt komi kemur líka
nýr dagur „á hesti hvítum“.
En nú er vor um alla jörð og þú kroppar ekki lengur gráa þúfna-
kolla. Jafnvel flóinn hlýtur að vera orðinn grænn fyrir löngu, og
það seiðir fram bros á varir mér, er ég kem til þín í huganum.
Ég strýk þér og finn, að þú ert sílspikaður orðinn, og stæltur sem
á samvistardögunum, og ég gleðst yfir því sem jafnan, að ég skyldi
hafa leyst þig úr prísund og leitt þig, gamli Dalakarl, í græna
haga. Ég man það, eins og það hefði gerzt í gær. Það var vorið,
sem ég hugði til búskapar í Þverholtum, sem ég hafði keypt fáum
árum áður. Og ég var á hnotskógi eftir dugandi vagnhesti, en
þetta var á þeim árum, er þeirra var enn brýn þörf við búrekstur,
og vegna kunnugleika míns í Þverholtum, var ég vandlátur, en
góð kynni hafði ég haft af slíkum gripum á unglingsárum á sumr-
um, vanist þeim við störf, notið návistar þeirra, en við suma þeirra
varð hún til yndisauka ógleymanlegs, og á einum festi ég ást,
Dalakolli, en sá, er vísaði mér veginn til þín kvað að orði á þessa
leið:
„Þú getur farið að skoða hann, „þann gráa“, á grasbýli hérna
í bæjarlandinu, fallegur hestur og sterklegur, máttu trúa, og hefir
afl á við tvo, en skapmikill er hann, og vargur í túnum og görðum.
Hefir af því leitt erjur og vill eigandinn selja, og þó er honum
sárt, að láta hann. Hann er annars að hugsa um að hætta gras-
býlisbúskapnum, — allt fer undir lóðir, — og gæti kannske látið
þig fá annan, gæfari, — en af því við erum gamlir félagar og vor-
um „kúskar" saman fjögur sumur, ef ég man rétt, þarftu ekki mín
ráð, og þó, í þínum sporum held ég, að ég hætti á að kaupa þann
gráa“.
Úr Dölunum varstu ættaður, en ungur varstu seldur á „mölina“,
talinn mikið reiðhestsefni á folaárunum, var mér sagt, vakur vel,
þýður og sprettharður, en baldinn og kenjóttur, og talinn svo
skapharður, að við þig væri ekki tjónkandi, og gátu fæstir setið
þig, ef þeir komust þá á bak þér, og varð reiðhestsferill þinn eng-