Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 19
17
inn framaferill, og svo varð það hlutskifti þitt að verða kerru-
hestur á grasbýli innan marka borgarlands höfuðborgarinnar.
Svona var þér nú lýst, Gráni minn, sem hálfgerðum vandræða-
grip vegna skaphörku þinnar, en öllum fannst mikið til um
þig-
Þetta land vil ég eiga, sagði ég við sjálfan mig á túninu í Þver-
holtum og á Sjónarhóli forðum, og þegar ég leit þig í fyrsta sinn,
sagði ég við sjálfan mig: Þennan hest vil ég eiga, þrátt fyrir það,
sem ég hafði um þig heyrt, en er kaupin voru gerð, stakk eigand-
inn því að mér í „allri hreinskilni", að hann vildi ekki leyna mig
því, að þú gætir komist í vígamóð af litlu eða engu tilefni, en þú
værir „góður kerruhestur, og hvert barn gæti með þig farið“,
og fannst mér þá þegar, að þér hefði verið borin verr sagan, en þú
áttir skilið, því að ég hafði horft í augu þín og fundið þar mýkt.
Og ég fann, sá annað: Hlutskipti þitt, að verða kerruhestur hafði
ekki beygt þig eða bugað. Þú hafðir varðveitt reisn þína, tign
stórbrotinnar sálar, þú hinn eðalborni sonur dalanna. Þegar þú
varst leiddur úr hestihúsi, svo að ég gæti virt þig fyrir mér, barstu
höfuðið hátt, leist til beggja hliða og svo fram, teigaðir að þér
hressandi loftið, stæltur, þreklegur, hvatlegur, léttur í spori. Eig-
andinn hélt í tauminn og varð að hafa sig allan við, að sleppa
ekki taumhaldinu — þú varst sem kappsfullur veðhlaupahestur,
reiðubúinn að taka sprettinn. Það var engu líkara en að fagnaðar-
kennd hefði gripið hug þinn, hugboð um eitthvað, sem vakti sterka
gleði. Hver veit?
Kaupin voru gerð á skammri stundu. Og nú voru þín örlög
ákveðin. Ný heimkynni biðu þín, — víðátta, frjálsræði, bandingi
malarinnar var úr viðjum leystur. Blessaður veri þessi dagur!
Minn varstu orðinn, hugsaði ég, glaður eins og þú, minn áttirðu
að verða alla daga.
Skaut nokkurn tíma upp nokkurri hugsun hjá þér um það
hvernig á því mundi standa, að leiðir okkar skyldu liggja saman,
hvernig á því stóð, að þú varst fluttur úr frjálsræði dalanna á
mölina, — og síðar, að einhver náungi, sem líklegast var í augum
þínum ósköp svipaður öllum hinum í þessum manngrúa, sem tíð-
ast bar fyrir augu þín, skyldi velja þig að vin og félaga og starfs-
bróður, en lífsreynsla hans, þótt spor hans í bernsku lægju um
2