Rökkur : nýr flokkur

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 22

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 22
20 leið sína að þeim og vörubílum var ekið að skipshlið, lestar voru opnaðar, og brátt fóru skipsbómur að sveiflast til og frá, og svo fóru vörukassar og pokahlaðar að síga niður á palla bílanna. Og hávaði barst að eyrum, en hæst lét í kolakrananum, sem gnæfði yfir hið mikla athafnasvæði bæjarins. Ekki raskaði þetta ró þinni, vinur, og hafi mér verið eitthvað órótt í byrjun, er ég teymdi þig mýldan, þar sem mest var um að vera, var sá beygur horfinn, tengslin okkar í milli voru þegar farin að verða notaleg, og ég naut þess líka, að renna augum yfir allt, sem þarna var að sjá, finna seiðmagn athafnalífsins, sem ég ávallt hafði notið, frá fyrstu tíð, og ef til vill voru áhrifin enn sterkari nú en nokkru sinni fyrr, blandin djúpri tilhlökkun, vegna þess að ég var á leið til kyrrlát- ara lífs. Og við héldum okkar strik, hvað sem hugsunum okkar leið, alla leið að flóabátnum. Ekkert hafði raskað þinni höfðingulegu ró og margur verkamaðurinn hafði litið sem snöggvast upp frá vinnu sinni, og horfði á eftir okkur — eftir þér vildi ég sagt hafa, hinum hvíta, þreklega og fráneyga fáki, sem leiddur var að skipshlið. Og ekki raskaði það ró þinni, er ég leiddi þig að grindakassanum, sem þú áttir að vera í á bátnum, en nokkurrar furðu gætti í svip þínum er þú leizt ýmist til þessarar hliðarinnar eða hinnar, þegar kassinn var dreginn upp og þar næst látinn síga niður á þilfarið framanvert. Það var næstum eins og þér fyndist þetta allt vera eins og vera átti, og sumir skipverjar og farþegar, gengu til þín, og þrír eða fjórir struku hrygg þinn og stæltan makka, og höfðu á orði hve fallegur þú værir og sterklegur. Og maður nokkur hafði raunar falað þig af mér á bryggjunni. En þú varst ekki falur. Einn skipverja breiddi segldúk yfir búrið, þér til hlífðar gegn sædrifi, ef hvasst yrði fyrir mynni Hvalfjarðar og fyrir Skagann. Og svo var blásið í skipsflautuna, festar leystar, siglt út um hafn- armynnið út á Engeyjarsund og stefnt á Skipaskaga. Já, það var vor um alla jörð þá, og angan frá grasi og nýút- sprungnum brumknöppum birkikjarrsins barst að vitum þínum með blænum, þar sem þú stóðst bundinn á palli mjólkurbílsins, á leið vestur hreppana úr nesinu, vestur á bóginn í nýju heimkynnin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.