Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 23
21
Þangað vildi ég koma þér sem skjótast, því að eigi vildi ég bæta
því ofan á sjóferðina, þar sem þú hafðir staðið í búri nokkrar
klukkustundir, að fara með þig eftir hörðum þjóðveginum, —
heirn skyldirðu komast sem fyrst.
Ég stóð á pallinum við hlið þér, klappaði þér og talaði við þig,
og ég varð þess var, að þú varst farinn að ókyrrast, blóðið var
að byrja að ólga. Það var sem þú værir gripinn óþolinmæði eftir
að kanna þessar nýju slóðir, sem kannske mintu þig á þá tíma,
er þú varst ungur foli í Dölum vestur. Andartak vaknaði beygur
í brjósti mínu. Þú teygðir höfuðið yfir pallgrindurnar, tillit augn-
anna leiftursnöggt, eyrun síkvik, nasir útþandar. Það var engu
líkara en þú værir í byltingarhug, ólgan í blóði og skapi yrði að
brjótast út. En þú varst vitrari en svo, að þú reyndir að brjótast
út úr hinu nýja, fljúgandi fangelsi. Skildist þér, að þetta var loka-
þáttur æviskeiðs þíns á mölinni — og upphafsþáttur hins nýja lífs,
sem beið þín í grænum högum, umgirtum háum fjöllum, sem voru
fjarri, en þó nálægari en hin fögru fjöll, sem þú leist af mölinni
— og virtust svo óra langt í burtu.
Athugulum, en leiftrandi augum horfðir þú fram, og sperrtir
eyrun, er niður árinnar barst þér að eyrum, og er að ánni kom,
færðist í svip ró yfir þig, og hélst meðan ekið var spölkorn niður
með ánni vestan megin, og numið staðar við barð i jaðri grænnar
brekku við vaðið, sem leið okkar lá svo oft um síðar. Ekið hafði
verið aftur á bak að barðinu, grindin opnuð, og þú leiddur á gras.
En þú leist ekki við því, né heldur reyndirðu að taka viðbragð að
ánni til að svala þorstanum, — þú stóðst kyrr og horfðir til allra
átta. Bílstjórinn hafði tekið við taumunum úr hendi mér, og nú
slakaði hann á lítið eitt, og horfði með aðdáun á hestinn hvíta,
kerruhestinn úr borginni, lífsglaðan, fjörugan, viðbrigðinn sem
værir þú ungur foli, er þú hljópst til og frá og eins langt og taugin
leyfði, hneggjandi, prjónandi, glaður sem folald á hlýjum, fögrum
sumardegi. „Mikið getur blessuð skipan fagnað frjálsræðinu",
varð bílstjóranum að orði. Ég minnist þessarar stundar oft síðan,
en til voru menn vestur þar er þótti kyndugt tiltæki Reykvíkings-
ins, að flytja þig á bíl vestur, „ekki lengri leið“, en þannig var
þín koma vestur þangað, og mér að skapi, og gilti mig einu, hvað
skrafað var, og þannig hófst sá þáttur lífs þíns, er þú endurheimtir,