Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 41
39
en þú varst að kroppa þarna hjá stekkjarbrotinu, Gráni, og fram
hjá þér fór ekkert, þú varzt okkar var þegar ég var kominn
upp á hámelinn, ef ekki fyrr, vafalaust hefir hófadynurinn bor-
izt að eyrum þér þegar er við vorum komnir upp á melinn,
ég sá til þín strax og upp á melinn kom. Þú hættir að kroppa
og leizt í áttina til okkar. Þú varst ekki í neinum vafa hvaðan
hófadynurinn kom, og þegar við nálguðumst hliðið á túninu frís-
aðirðu, það var þín heilsan, og svo tókstu undir þig stökk, og
varst kominn jafnsnemma að hliðinu og við.
Það var svo sem auðséð, að þér fannst til heyra, að vera við-
staddur þessa heimkomu, heilsa upp á þann stjörnótta, þótt senni-
lega hafi þig ekki grunað, að folinn ætti að eignast nýjan heim
í Þverholtum, og þó — hver veit hvað í hesthugann kann að koma,
og vissulega beindist öll þín athygli að honum, þegar ég hafði
sprett af folanum og teymt hann í nýju girðinguna, milli túnsins
og Bæjartjarnarinnar. Þú varst spilfjörlegur, og ég hafði ekki fyrr
hleypt beizlinu fram af þeim stjörnótta en þið voruð farnir að
kljást.
Ég stóð þarna langa stund og horfði á ykkur. Mikið var þefað
og þusað á þessari kynningarstund og það mátti mikið lesa út úr
augum ykkar beggja. Ykkur fannst víst þetta báðum ánægjustund
og enginn vafi í beggja hugum, að þið munduð eiga margar slíkar.
1 fyrstu var þó eins og vottaði fyrir beyg í augnatilliti folans,
sem vafalaust fann til þess, að hann hafði ekki hálft afl né hálft
skap á við þennan þreklega, hvíta hest, sem bar sig eins og sá,
sem valdið hefir og öllu stjórnar í hestahóp og haga. Og ég var
ekki í neinum vafa um þínar hugsanir, Gráni minn, — það var eins
og þú værir að tala við þann stjömótta á þessa Ieið:
„Vertu velkominn, litli félagi! Það er fyrirtak, að þú ert kom-
inn, því að stundum er enginn hestur hér nálægur, og ekki get
ég alltaf verið að hendast um hálfa sveitina, til þess að komast í
eitthvert at, til þess að sýna þeim hver valdið hefir, og á stundum
er ég í skapi til þess. Við getum alltaf brallað eitthvað saman, og
vitum hver af öðrum, ef annar er tekinn í notkun. Og svo koma
hingað stundum hrossahópar, tamdir, ungir graðfolar og mer-
tryppi, og á ýmsu getur oltið, og hafðu nú bak við eyrað, að ég
hefi krafta í kögglum og svo er harkan i skapinu, ef ! það fer.