Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 42
40
Þú veizt þetta nú og þeir fá að vita það hinir, þessir, sem koma
hingað upp í holtin, að við erum félagar“.
Ef til vill voru hugsanir þínar eitthvað á þessa leið, Gráni
minn, og ég er að minnsta kosti alveg á því, að þær hafi verið
það, er ég renni augum á myndina af þér á veggnum.
Og svo er enn eitt. Smámynd, ljúf minning, ávallt jafnljúf. Ég
sagði litlu börnunum á bænum frá ykkur næsta morgun. Ég gekk
með þeim að girðingunni og þau settust á stóra þúfu, innan túns,
og horfðu á hestana tvo, hvítan og rauðan — með hvíta stjörnu
á enninu og ljóst tagl og fax —, hestana tvo, Grána og Stjarna.
On enn í dag, eftir áratuga bið, er það styrkur, uppbót fyrir allt,
sem ekki gat orðið, að hafa varðveitt þessa minningu, og gott
út frá henni að sofna, sem ekki ósjaldan kemur fyrir, og því góða,
sem jarðneskt líf hefir að oss rétt, og vekur minningar, bros á
barns vörum, lóukvak á vori, hnegg í haga, leitandi vinar eða
fagnandi og ótal aðrar, sem koma eins og ósýnilegar loftbylgjur
og hræra strengi sálarinnar, og eru uppbót fyrir aðrar, sem voru
þungar sem gnauð hafsins eða kaldur hríðarsúgur á Þorra.
(Viðauki við þessar endurminningar mínar og skýringar við
þær ertu aftast í heftinu. — A. TH.).