Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 45
43
Þessari rödd hlýddi ræninginn og lagði nú cif stað heimleiðis
með vínföng og eitraðan mat. En hinir ræningjamir höfðu komizt
að þeirri niðurstöðu í fjarveru hans, að þeir skyldu drepa hann,
er hann kæmi, svo að þeir gætu skipt gullinu sín á milli.
„Við skulum ráðast á hann þegar í stað, er hann kemur, og
því næst éta það, sem hann hefir fært okkur, skipta því næst
fénu, og fáum við þá miklum mun meira en ef skipt væri í þrjá
staði.“
Og ekki var ræninginn, sá, er til borgarinnar fór, fyrr kominn,
en hinir réðust á hann og lögðu spjótum sinum í gegnum hann
og drápu hann þannig. Að svo búnu hófu þeir veizlufagnaðinn
og hámuðu í sig mat þann, sem félagi þeirra hafði keypt, og
drukku vínið með. En er þeir voru mettir orðnir fór eitrið að
segja til sín og fengu þeir kvalafullan dauðdaga. Þannig fór þá
fyrir þeim öllum þremur. Hlgirni þeirra, öfund og grimmd bitnaði
á þeim sjálfum. Er þetta ljós sönnun þess hversu Drottinn lætur
hefndina koma niður á svikurunum, því að þeirra, sem brugga
öðrum banaráð, bíða sömu örlög. Einbúinn gamli hafði því farið
viturlega að ráði sínu, er hann lagði á flótta undan gullinu, sem
enginn síðar gerði kröfu til.
(Rökkur, 1936).