Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 54
52
nú horfði hún á hann kuldalega og talaði til hans beisklega.
Enga ljósbirtu lagði inn um gluggann. Það var eins og gráir,
útbólgnir skýabólstrarnir hefðu lagst yfir jörðina og allt sem þar
var.
Allt í einu var barið að dyrum og inn komu tvær litlar telpur,
sem héldust í hendur. Þær voru svo líkar, að þær litu út eins og
tvíburar. Báðar voru þær í svörtum kjólum, með ísaumuðum hvít-
um blómum. Þær voru ljóshærðar eins og sveitafólkið flest á
þessum slóðum. Sólbrenndar voru þær og hár þeirra fléttað. Þær
voru grannholda í andliti, rauðeygðar dálítið og hár á augnabrún-
um og augnahárin svo ljós, að enga eftirtekt vakti. önnur telp-
an var dálítið hærri en hin og lagði hún körfu á borðið. Yfir
körfuna var breiddur rauður dúkur. Því næst tók hún aftur í
hönd litlu systur sinnar og var alls ekki líkleg til þess að fara,
heldur beið hún þegjandi og hreyfingarlaus.
„Ætlið þið að fara aftur með körfuna?"
Þær kinkuðu báðar kolli.
Paola tók það, sem í henni var, egg, ost, kastaníuhnetur, en
setti í staðinn tvenna þykka sokka.
„Segið pabba ykkar, að kennarinn hafi sagt já. Skiljið þið?“
Aftur kinkuðu þær báðar kolli og fóru svo eins hljóðlega út
og þær höfðu komið.
Ugo hafði verið skemmt að horfa á þær, þar sem hann sat í
legubekknum og lét fara vel um sig.
„Kennirðu þessum telpum? Hamingjan góða!“
Paola var farin að leggja á borðið. Hún var búin að breiða
dúk yfir það og setti nú á það tvo þykka leirdiska, hnífa, gaffla
og mjólkurkrukku, flösku með veiku, sætu kaffi og brauð.
Ugo át af bestu lyst, en hún dreypti aðeins á mjólkinni.
„Þú ert alveg lystarlaus,“ sagði hann undrandi.
„öll þessi ár hefir það verið svo —“, sagði hún og gekk að
skápnum.
„Hlýddu á mig fyrst. Þetta bréf áttu að afhenda móður minni.
Þessi böggull er handa Renötu, og þessi hérna, sem sokkarnir eru
í, er handa Augustu. Ég hefi ekkert handa Clementínu. Ég skrifa
ekki systrunum, en þú getur sagt þeim heima, það sem ég segi
þér nú.“