Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 65
GIORGIERI-CONTRI:
í sama knérurm
Guglielmo heyrði, að bjöllunni var hringt. Þar næst gekk einhver
inn í forstofuna og þaðan barst ómur af mannamáli. En Guglielmo
sat grafkyrr. Hver mundi þetta vera? Sendisveinninn í lyfjabúð-
inni eða brauðsölubúðinni, eða kannske var það þernan? Hann
vissi mæta vel um allt sem gerðist þarna í fásinninu, allt af það
sama upp aftur og aftur. Ómurinn, kliðurinn var æ hinn sami,
eða höggin, slátturinn, eins og einhver sæti við vefstól. En í dag
varð jafnvel það óvanlega hversdagslegt, eins og allt hitt. Og
hann lagði ekkert frekar eyrun við því. Hann fór að hugsa um
lyfsalann — það var kominn nýr lyfsali, hamingjunni sé lof. En
hverju breytti það? Engu. Hann vissi ekkert, gat ekkert gert,
sem breytti neinu til hins betra. Þetta hlaut að fara eins og for-
lagadísirnar vildu. Og hann hugsaði svo:
„Bráðum kemur signora Accardi, ljósmóðirin. Svo kemur lækn-
irinn. Dyrabjöllunni verður hringt hvað eftir annað. Eftir tvær
stundir verður allt um garð gengið.“
Hann fór að lesa aftur, til þess að dreifa áhyggjunum, og hann
leit ekki út í garðinn sinn, en vorið var komið, og allt orðið grænt
og angan í lofti. Húsið var í úthverfi bæjarins. Guglielmo lifði
kyrrlátu, einföldu lífi, og lesstofan hans bar þess öll merki. Allt
var einfalt, látlaust. — Hann las og las, en hugurinn fló til liðinna
daga. Hann leit um öxl. Hann hafði kvongast, þegar hann var
tuttugu og fimm ára, og nú var hann þrítugur. Og öll þessi ár
hafði allt verið tilbreytingarlaust, grátt, litlaust. Hamingjusamur
hafði hann ekki verið — en heldur ekki vansæll. — Móðir hans