Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 69
67
Hún i-oðnaði upp í hársrætur. Hún reyndi að brosa, en það var
sem skugga hefði lagt yfir enni hennar og augu.
„Hvað þér getur dottið í hug, Guglielmo. Enginn vildi mig, vit-
anlega var það þess vegna.“
Guglielmo hló. Enginn? Og hún hafði haft biðla á hverjum
fingri — fleiri ungir menn höfðu orðið ástfangnir í henni en öllum
hinum stúlkunum, stallsystrum hennar.
„Hver taldi þér trú um þetta?“
„Hver? — hún mamma.“
„Hún vissi ekkert um þetta, vesalingur. Jæja, kannske ég
hafi strengt þess heit, að giftast ekki ...“
Anna hló líka, en hún var vandræðaleg.
„Strengt þess heit, en þegar við vorum böm —“
„Allt breyttist — það var á æskuárunum — áður en dagur heit-
strengingarinnar rann upp.“
„Hvenær var þetta?“
„Ég man það ekki — kannske fyrir 5—6 árum —“
„Þegar ég kvongaðist, er það það, sem þú átt við?“
Hún varð enn vandræðalegri og beit á vörina. Það var heimsku-
legt, að hafa látið þetta uppskátt.
„Já, ég man það,“ sagði Guglielmo. „Ég man þú varst veik það
ár ... enginn vissi hvað gekk að þér ... ég man ... ég var í
Svisslandi með Irene — mér var sagt frá því eftir á ... og —“,
hann bætti við brosandi, var það þá, sem þú —“
„Vertu sæll, Guglielmo,“ sagði Anna og yppti öxlum. „Nú verð
ég að fara. Ég kem aftur. Hringdu til mín og segðu mér frá öllu,
þegar það er um garð gengið —“
„Já, það get ég gert. Ætlarðu ekki að kveðja mig með handa-
bandi?“
„Það skal ég gera.“
Hún rétti honum höndina. Hann tók í hana og þrýsti hana.
en sleppti ekki takinu. Því titraði hönd önnu? Hann þrýsti hönd
önnu? Hann þrýsti hönd hennar þéttara og það var eins og
allar gættir hugans opnuðust skyndilega og sólin skini inn og
lýsti upp hvern krók og kima. önnu var mikið niðri fyrir. Það var
sem hún væri reiðubúin að varpa sér í faðm hans. ...