Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 72
GIOVANNI GRAZZINI („IL LASCA“):
Farsæld fiskimannsins
Forn skjöl, er varða borgina Pisa, leiða í ljós fyrir oss, að hún
var fyrrum ein af auðugustu og voldugustu borgum Tuscany, og
raunar allrar Italíu, en íbúarnir voru rómaðir mjög fyrir dugnað
sinn og hugrekki.
Frá því er að segja, að alllöngu áður en ibúarnir voru undir-
okaðir og borg þeirra lögð undir florentiska lýðveldið, kom læknir
nokkur frá Milano, sem hafði dvalist í París við lækninganám, til
þess að setjast að í Pisa um stundarsakir.
Aflaði hann sér skjótlega hins mesta álits íbúanna í Pisa, fyrir
lækningar sínar og er þar sannast frá að segja, að marga þeirra
hreif hann úr heljar greipum. Áskotnaðist honum mikið fé fyrir
lækningamar og fannst honum óréttmætt af sér, að hverfa frá
slíkum stað, þar sem hann naut svo mikilla vinsælda, sem reynd
bar vitni, auk þess sem honum geðjaðist vel að staðnum og var
orðið vel til íbúanna.
Fór hann því að hugleiða, að hætta með öllu við að hverfa til
Milano, fæðingarborgar sinnar, og brátt fór svo, að hann hafði
næstum gleymt því, að til er borg, sem Milano nefnist.
Nú hafði hann og frétt, nokkrum dögum áður en hann kom
til Pisa, að öldruð móðir hans, sem hann hafði skilið eftir í Milano,
væri látin, og átti hann þar nú engin skyldmenni. Var það honum
frekari hvöt, er svo var komið, að hann var skyldmennalaus í
Milano, að setjast að í Pisa fyrir fullt og allt, og varð sá endir á,
að hann tók þá ákvörðun.