Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 82
80
hana um áríðandi mál, dró frændinn góðviljaði sig þegar í hlé,
enda vissi hann vel hversu rausnarlegur Lazzaro hafði verið í
garð ekkjunnar.
Þegar frændinn var farinn, stóð Gabriello á fætur og lokaði
hurðinni, eins og hann væri heima hjá sér, og var hann svo líkur
sjálfum sér, að Santa rak upp stór augu, og ósjálfrátt vaknaði
nú sá beygur í brjósti hennar, að Lazzaro mundi hyggja til nokk-
urra launa fyrir alla góðvildina.
En Gabriello gekk nú fram á mitt gólfið og klappaði á kollinn
á litla drengnum þeirra, en kona hans hörfaði feimnislega undan
og dálítið óttaslegin á svip. Gat Gabriello vart dulið ánægju sína
yfir, hversu siðprúð kona hans var og framkoman svo sem syrgj-
andi ekkju sæmdi.
Settist hann nú hjá henni, og talaði til hennar eins og hann
var vanur, en hún horfði í andlit hans með miklum efasvip og
undrunar.
Gabriello tók litla drenginn í fang sér og kyssti hann og sagði:
„Hvað gengur að henni mömmu þinni, strákur, er hún að gráta
yfir heppni okkar?“
Og að svo búnu lagði hann nokkra skildinga í lófa hans og lék
sér við hann, svo sem hann var vanur.
Nú varð Gabriello ljóst, að kona hans átti í miklu sálarstríði
og sjálfum var honum nú ljóst, að hann gat ekki beðið þess lengur,
að segja konu sinni allt af létta. Læsti hann því dyrunum og fór
með hana inn í annað herbergi, lítið, þar sem þau gátu verið í
ró og næði, og enginn gat heyrt til þeirra, og þar sagði hann
henni upp alla söguna. Verður vart með orðum lýst undrun hennar
og gleði og grét hún fögrum tárum, en Gabriello þerraði þau öll
með kossum sínum og var hann nú svo ástfanginn í konu sinni,
að hún mundi aðeins slíkt frá ástarinnar ungu dögum.
Nauðsyn krafði, að þau gættu hinnar fyllstu varúðar, svo að
þau misstu ekki auðlegð þá, sem þeim hafði hlotnast á svo ein-
kennilegan hátt. Skýrði Gabriello konu sinni nú frá öllu, sem
gerst hafði og áformum sínum, og lagði ríkt á við hana, að halda
því leyndu. Að svo búnu fór hann aftur til hallar sinnar.
Kona Gabriello reyndi nú að koma þannig fram, að engan grun-
aði neitt. Hún var enn raunamædd á svip, svo syrgði hún mann