Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 82

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 82
80 hana um áríðandi mál, dró frændinn góðviljaði sig þegar í hlé, enda vissi hann vel hversu rausnarlegur Lazzaro hafði verið í garð ekkjunnar. Þegar frændinn var farinn, stóð Gabriello á fætur og lokaði hurðinni, eins og hann væri heima hjá sér, og var hann svo líkur sjálfum sér, að Santa rak upp stór augu, og ósjálfrátt vaknaði nú sá beygur í brjósti hennar, að Lazzaro mundi hyggja til nokk- urra launa fyrir alla góðvildina. En Gabriello gekk nú fram á mitt gólfið og klappaði á kollinn á litla drengnum þeirra, en kona hans hörfaði feimnislega undan og dálítið óttaslegin á svip. Gat Gabriello vart dulið ánægju sína yfir, hversu siðprúð kona hans var og framkoman svo sem syrgj- andi ekkju sæmdi. Settist hann nú hjá henni, og talaði til hennar eins og hann var vanur, en hún horfði í andlit hans með miklum efasvip og undrunar. Gabriello tók litla drenginn í fang sér og kyssti hann og sagði: „Hvað gengur að henni mömmu þinni, strákur, er hún að gráta yfir heppni okkar?“ Og að svo búnu lagði hann nokkra skildinga í lófa hans og lék sér við hann, svo sem hann var vanur. Nú varð Gabriello ljóst, að kona hans átti í miklu sálarstríði og sjálfum var honum nú ljóst, að hann gat ekki beðið þess lengur, að segja konu sinni allt af létta. Læsti hann því dyrunum og fór með hana inn í annað herbergi, lítið, þar sem þau gátu verið í ró og næði, og enginn gat heyrt til þeirra, og þar sagði hann henni upp alla söguna. Verður vart með orðum lýst undrun hennar og gleði og grét hún fögrum tárum, en Gabriello þerraði þau öll með kossum sínum og var hann nú svo ástfanginn í konu sinni, að hún mundi aðeins slíkt frá ástarinnar ungu dögum. Nauðsyn krafði, að þau gættu hinnar fyllstu varúðar, svo að þau misstu ekki auðlegð þá, sem þeim hafði hlotnast á svo ein- kennilegan hátt. Skýrði Gabriello konu sinni nú frá öllu, sem gerst hafði og áformum sínum, og lagði ríkt á við hana, að halda því leyndu. Að svo búnu fór hann aftur til hallar sinnar. Kona Gabriello reyndi nú að koma þannig fram, að engan grun- aði neitt. Hún var enn raunamædd á svip, svo syrgði hún mann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.