Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 86
GIOVANNI PAPINI:
Maðurinn, sem ég átti
i.
Ég man ekki nákvæmlega hvenær Amico Dite fór að veita mér
eftirför hvert sem ég fór því að ég hætti að halda dagbók fyrir
mörgum árum. En hvert sem ég fór kom Amico Dite, líkami hans
og sál, með mér. Það var eins og ég hefði eignast nýjan skugga í
viðbót við þann, sem ég hafði fyrir, lifandi skugga, ef svo mætti
segja, úr föstu efni. En ég er dálítið viðutan oft og tíðum og ég
man ekki hvenær það bar til, að þessi nýi „skuggi“ kom inn á hið
dimma svið lífs míns.
Morgun nokkurn, þegar ég var að fara að heiman, varð ég þess
var, að mér var veitt eftirför af manni, sem virtist vera um fertugt.
Hann var í bláum yfirfrakka, allsíðum. Maðurinn virtist kátur og
fjörugur — þó ekki um of — ok hann gætti þess, að hæfileg fjar-
lægð væri milli mín og hans. Ég gat þess vegna ekki sem bezt
snúið mér við og spurt hann hverju þetta sætti. Ég hafði ekkert
sérstakt fyrir stafni. Ég hafði skroppið út aðeins til þess að losna
við að hlusta lengur á snarkið í eldinum, sem lék um viðardrumb-
ana í eldstónni. Ég var orðinn leiður á þessu og fór út.
Ég gerði mér það til gamans, að gefa gætur að þessum manni
enda þótt ekki væri neitt óvanalegt við hann sjálfan. Ég þóttist
viss um, að hann væri ekki leynilögreglumaður eða njósnari, því
að ég hefi ekki gefið mig að neinu slíku, sem gæti gefið tilefni
til þess að njósnað væri um hagi mína. Ég er lítt hugrakkur og ég
vil losna við allt umtal og ég er bæði latur og klaufskur við hvers-