Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 90
88
við hann hvað sem yður sýnist. Ég legg sjálfan mig í yðar hendur
— en þó ekki eins og lík. Ef ég gerði það munduð þér ekki vita
hvað þér ættuð að gera við mig, heldur eins og leikfang með vél í,
brúðu, sem getur talað og hlegið og gert hvað sem þér skipið
henni. Frá því í dag gef ég yður líf mitt og þúsund sterlingspund
á ári til þess að standast allan kostnað við að gera líf mitt skemmti-
legt og æfintýralegt. Ég hefi nauðsynlegt skjal hér að lútandi í
vasanum ... þjónn, penna og blek! Það vantar ekkert nema dag-
setninguna og nafnið yðar. Segið já eða nei, alveg eins og yður
finnst, en svarið fljótt“.
Ég þóttist vera að hugleiða málið nokkurar sekúndur, en ég var
í rauninni búinn að ákveða mig. Amico Dite var í rauninni að láta
gamlan draum minn rætast. Ég hafði allt af harmað það dálítið,
að ég gat aðeins ráðið hvert yrði líf og örlög þess fólks, sem ég
skapaði í sögum mínum. 1 frístundum mínum hafði ég oft hugsað
um hvað ég mundi gera, ef ég hefði lifandi manneskju, sem ég
gæti gert við hvað, sem ég vildi. Og nú var þessi maður kominn og
bauð mér sjálfan sig og líf sitt að gjöf og álitlega peningaupphæð
í ofanálag.
„Ég eyði aldrei tíma til þess að þrefa um skilmála“, sagði ég,
þá er ég hafði þótzt hugsa málið um stund, „svo að ég mun þiggja
boð yðar, en ég vil taka fram, að þér verðið að gera yður ljóst,
að ég tek mikla ábyrgð mér á herðar, með því að taka að mér
líkama yðar og sál. Við skulum líta á skjalið.“
Amico Dite rétti mér skjal mikið í þykku, gráu umslagi og ég
las það yfir á nokkrum mínútum.
Allt var í bezta lagi. Með því að skrifa undir þetta skjal varð ég
löglegur eigandi Amico Dite og alls, sem hann átti — og það eina
skilyrði var sett, að ég skyldi stöðugt sjá um, að hann lifði
skemmtilegu og æfintýralegu lifi. Samningstímabilið var þrjú ár,
en það var hægt að endurnýja samninginn, ef Amico Dite líkaði
hvernig ég stjórnaði honum.
Ég skrifaði undir samninginn hiklaust og fór þegar í stað frá
Amico Dite, þegar ég hafði lofað að skrifa honum daginn eftir
og skipa honum, að veita mér ekki eftirför, heldur fá sér eitthvað
sterkt að drekka.
Og þegar ég fór út sá ég hann, brosandi að vanda, biðja þjón-