Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 92
90
vera framhald á áhrifamiklum atburðum í lífi hans. Þar mátti
ekkert hlé á verða. Það var líkt á komið með þetta og áhrifamiklar
framhaldsfrásagnir í dagblöðum, sem ekki mega falla niður í eitt
einasta skipti hvað þá fleiri.
Það sem mér nú ekki gat dottið neitt í kænlegra í hug, greip
ég til gamals bragðs. Ég sendi til hans í húsið, sem ég hafði komið
honum fyrir í, kvennmann nokkurn. Konan átti að búa í húsinu,
ganga með grímu fyrir andlitinu og aldrei tala við hann. Það var
mjög erfitt að fá kvenmann, sem vildi fallast á, að taka þetta að
sér. Það var enn erfiðara, að búa hana undir þetta, æfa hana. Og
svo vildi hún með engu móti ráða sig nema til eins mánaðar.Til
Til allrar hamingju var Amico Dite dálítið í áttina að vera kven-
hatari og hann var kominn á fimmtugsaldur. Það mátti því í
rauninni ekki búast við neinu, sem gerðist. En eftir hálfan mánuð
komst ég að raun um, að ég yrði að breyta um aðferð. Og ég lét
starfsmenn mína tvo láta Amico Dite lausan og ég skipaði honum
að fara heim til sín.
Mér fór að skiljast, að Amico Dite hagaði sér alls ekki eins og
búast mátti við af manni sem er „eins og gengur og gerist“, en
hann hafði lýst sjáifum sér þannig, er fundum okkar bar fyrst
saman, og hann bað mig að taka við sér á þann hátt, sem reynd
bar vitni. En gat nokkur, nema hálfgeggjaður maður, fengið slíka
flugu sem þessa í kollinn, að verða algerlega háður öðrum manni,
verða í rauninni þræll hans?
Maður, sem ég þekkti, og var ágætur skilmingamaður, kom
mér til hjálpar um þetta leyti. Dag nokkurn, þegar Amica Dite
sat kyrrlátur í snoturri veitingastofu og drakk mjólk, kom maður
þessi til hans og fór að glápa á hann. Og því næst ýtti hann við
Amico Dite, og undir eins og hann spurði, hverju þetta sætti, rak
maðurinn honum utan undir, tvisvar eða þrisvar sinnum, rólega
og ekki mjög fast, eins og hann vildi ekki meiða hann.
Amic Dite baðst leyfis míns til þess að senda tvo menn á fund
mannsins sem hafði móðgað hann, og skora á hann til einvígis. —
Ég fékk tvo vini mína til þess að reka þetta erindi, og þeir gátu
fengið manninn til þess að berjast við Amico Dite, þótt hann væri
lengi vel tregur til þess. Amico Dite var enginn skilmingamaður
og hafði aldrei beitt sverði. Þess vegna tók hann þegar til að ham-