Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 93
ast gegn mótstöðumanninum og særði hann þegar miklu sári.
Ég notaði þetta tækifæri til þess að skýra fyrir honum, að hann
yrði að hverfa brott úr borginni þegar í stað. En hann mátti ekki
heyra það nefnt, að hann færi án mín. Hann kaus heldur að verða
leiddur fyrir rétt, og afleiðingin varð sú, að hann var dæmdur í
þriggja mánaða fangelsi. Ég hélt nú, sannast að segja, þegar svo
var komið, að ég mundi verða laus við hann. En eftir einn eða tvo
daga, fór ég að hugsa um, að í rauninni væri mér skylt, að reyna
að koma því til leiðar, að Amico Dite slyppi úr fangelsinu. Það
virtist ógerlegt. En með mútum tókst mér að sannfæra tvo fyrir-
taks menn um það, að ég væri hér að vinna hið ágætasta verk.
Leikar fóru svo, að Amico Dite slapp úr fangelsinu, í ágætu dul-
argervi, nótt eina nokkru fyrir dögun. 1 þetta skipti varð hann að
flýja land, svo að ég varð að fara að heiman, frá störfum mínum
— úr landi, — til þess að geta komið honum undan á flótta.
Við fórum til Lundúnaborgar, og þegar við komum þangað,
var allt í hinni verstu flækju fyrir mér, og ég vissi ekkert hvað
ég ætti til bragðs að taka. Ég gat ekki talað eitt orð í ensku og í
miðri Lundúnaborg, þessari miklu heimsborg, átti ég vitanlega,
eins og á stóð, erfiðara með það en nokkru sinni fyrr, að láta
Amico Dite lenda í ævintýrum. Loks leitaði ég ráða einka-leyni-
lögregluþjóns nokkurs, sem gaf mér nokkrar óljósar bendingar
á hroðalegri frönsku. Þegar ég hafði athugað vel uppdrátt af
Lundúnaborg, fór ég með Amico Dite um öll verstu hverfin, en
mér til mikilla vonbrigða, gerðist ekkert. Við hittum, eins og við
mátti búast, drukkna sjómenn og málaðar drósir, hávaðamikla,
en nýtna torgsala o. s. frv., en geinn veitti okkur neina athylgli.
Kannske forðuðust menn okkur af því, að þeir héldu, að við vær-
um leynilögreglumenn. Við gen,gum þarna um svo öruggir, — alltaf
að líta í kringum okkur — i öllum þessum vef smágatna, sem í
rauninni eru allar eins.
En nú fékk ég þá flugu í kollinn, að senda Amico Dite einan
til Norður-Englands og fá honum aðeins 20—30 shillinga í skot-
silfur, auk farmiðans. Þar eð hann hvoi'ki skildi eða talaði ensku,
vonaði ég, að eitthvað miður skemmtilegt kæmi fyrir hann, —
eða — helst af öllu, — að hann kæmi ekki aftur. Ég var orðinn
þreyttur á þessum manni, sem ég hafði fengið til eignar og um-