Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 96
94
virðingu fyrir sjálfum sér. Loforð sín sveik hann ekki og hann
stóð við það, sem hann hafði skrifað undir. Þar næst keypti ég
sterkt gagneitur og bjóst til þess að verða í húsi hans rétt fyrir
kl. 9, — það er að segja, aðeins fyrir kl. 9, er hann tæki seinustu
pilluna, sem mundi hafa þau áhrif, að hann steindræpist, ef hann
fengi ekki gagneitrið.
Á laugardagskvöldið gerði ég ráðstöfun til þess að fá hestvagn
kl. átta, því að ég bjó í húsi langt frá, þar sem Amico Dite átti
heima. Það var ekki komið með vagninn fyrr en klukkan var
kortér yfir átta, svo að ég lagði ríkt á það við ekilinn, að hann
yrði að hraða sér sem mest hann mætti, því að mér lægi mikið á.
Ekillinn sló í hestinn og hann fór að hoppa áfram, en eftir tíu
mínútur datt hann niður, og það virtist alveg vonlaust, að unt
yrði að koma honum á fæturna aftur, svo að ég fór að svipast
um eftir öðrum vagni. Til allrar hamingju heppnaðist mér að
ná í annan vagn og mér taldist svo til, að ég mundi verða kominn
til húss Amico aðeins fyrir kl. 9, ef ekkert óvænt kæmi fyrir. En
mér var orðið órótt, því að það var skollin á svarta þoka, og ef ég
kæmi ekki fyrr en eftir níu — þó ekki væri nema nokkrar mínútur
yfir — gat allt orðið um seinan. Þá mundi vesalings maðurinn
vera steindauður.
En nú nam vagninn skyndilega staðar. Við vorum á öðrum enda
götu, sem var mikilvæg umferðaræð í borginni. Þarna var hver
bíllinn á fætur öðrum og fjöldi hestvagna og þarna stóð lögreglu-
þjónn, sem gaf okkur öllum merki um að halda kyrru fyrir. Ég
hljóp út úr vagninum og æddi að lögregluþjóninum, sem var gríð-
ar stór, og æpti eins og vitfirringur. En ég var aðeins að reyna
að koma honum í skilning um að mannslíf væri í veði, ef ég kæm-
ist ekki á ákveðinn stað tafarlaust.
En hann annnaðhvort skildi mig ekki eða vildi ekki skilja. Ég
varð að fara á tveimur jafnfljótum það, sem eftir var leiðarinnar,
en sumpart vegna þokunnar og sumpart vegna þess, að ég var
ókunnugur í Lundúnum, tók ég skakka stefnu og veitti því ekki
eftirtekt fyrr en ég hafði ætt áfram í tíu mínútur, en ég sneri
við og hljóp eins hratt og ég gat í gagnstæða átt. Klukkan var enn
ekki alveg níu og ég lagði mig allan fram til þess að komast til
Amico Dite í tæka tíð. En þegar ég kom að húsinu og hringdi