Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 96

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 96
94 virðingu fyrir sjálfum sér. Loforð sín sveik hann ekki og hann stóð við það, sem hann hafði skrifað undir. Þar næst keypti ég sterkt gagneitur og bjóst til þess að verða í húsi hans rétt fyrir kl. 9, — það er að segja, aðeins fyrir kl. 9, er hann tæki seinustu pilluna, sem mundi hafa þau áhrif, að hann steindræpist, ef hann fengi ekki gagneitrið. Á laugardagskvöldið gerði ég ráðstöfun til þess að fá hestvagn kl. átta, því að ég bjó í húsi langt frá, þar sem Amico Dite átti heima. Það var ekki komið með vagninn fyrr en klukkan var kortér yfir átta, svo að ég lagði ríkt á það við ekilinn, að hann yrði að hraða sér sem mest hann mætti, því að mér lægi mikið á. Ekillinn sló í hestinn og hann fór að hoppa áfram, en eftir tíu mínútur datt hann niður, og það virtist alveg vonlaust, að unt yrði að koma honum á fæturna aftur, svo að ég fór að svipast um eftir öðrum vagni. Til allrar hamingju heppnaðist mér að ná í annan vagn og mér taldist svo til, að ég mundi verða kominn til húss Amico aðeins fyrir kl. 9, ef ekkert óvænt kæmi fyrir. En mér var orðið órótt, því að það var skollin á svarta þoka, og ef ég kæmi ekki fyrr en eftir níu — þó ekki væri nema nokkrar mínútur yfir — gat allt orðið um seinan. Þá mundi vesalings maðurinn vera steindauður. En nú nam vagninn skyndilega staðar. Við vorum á öðrum enda götu, sem var mikilvæg umferðaræð í borginni. Þarna var hver bíllinn á fætur öðrum og fjöldi hestvagna og þarna stóð lögreglu- þjónn, sem gaf okkur öllum merki um að halda kyrru fyrir. Ég hljóp út úr vagninum og æddi að lögregluþjóninum, sem var gríð- ar stór, og æpti eins og vitfirringur. En ég var aðeins að reyna að koma honum í skilning um að mannslíf væri í veði, ef ég kæm- ist ekki á ákveðinn stað tafarlaust. En hann annnaðhvort skildi mig ekki eða vildi ekki skilja. Ég varð að fara á tveimur jafnfljótum það, sem eftir var leiðarinnar, en sumpart vegna þokunnar og sumpart vegna þess, að ég var ókunnugur í Lundúnum, tók ég skakka stefnu og veitti því ekki eftirtekt fyrr en ég hafði ætt áfram í tíu mínútur, en ég sneri við og hljóp eins hratt og ég gat í gagnstæða átt. Klukkan var enn ekki alveg níu og ég lagði mig allan fram til þess að komast til Amico Dite í tæka tíð. En þegar ég kom að húsinu og hringdi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.