Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 97
95
bjöllunni í örvæntingu, var klukkan sjö mínútur yfir. Undir eins
og dyrnar voru opnaðar, æddi ég inn í herbergi Amico Dite. Hann
lá snöggklæddur á rúminu, fölur eins og stirðnaður nár. Ég hristi
hann til og kallaði á hann með nafni. Ég hlustaði yfir hjarta hans,
ég þreifaði á slagæðinni. Nei, hann var dauður. Litla askjan, sem
ég hafði sent honum, var tæmd. Amico Dite hafði staðið við orð
sín. Ég hafði ætlað að vekja skelfingu í huga hans, ótta við dauð-
ann, og láta hann því næst verða aðnjótandi gleðinnar og undrun-
arinnar yfir að fá aftur að njóta lífsins. En ég hafði þess í stað
leitt hann 1 dauðann, — og úr því ríki gat ég ekki heimt hann
aftur, hversu feginn sem ég vildi.
Ég sat alla nóttina í herbergi hans, og mér var mikill harmur í
huga. Um morguninn fannst ég sitjandi yfir líkinu, eins fölur og
þögull og Amico Dite. öll skjöl mín voru tekin, og seinasta bréf
mitt til Amico Lite sömuleiðis. Réttarhöldin stóðu ekki lengi yfir,
því að ég bar ekki fram neina vörn í málinu og sýndi ekki einu
sinni samninginn, sem við höfðum gert, þótt ég hefði eintak af
honum einhversstaðar.
Það eru nú mörg ár, síðan er ég var í fangelsinu. En mér er
engin iðrun í huga yfir því, sem ég hefi gert. Vegna Amico Dite
hefir líf mitt orðið miklu frásagnarverðara en það hefði verið án
hans, og ég held sannast að segja, að mér hafi ekki tekist svo illa,
þótt ég — þetta ár, sem ég átti hann — eyddi talsvert meiru en
þúsund sterlingspundunum, sem hann gaf mér.
(Um höfundinn, sjá „Tveir heimar“, Rvík 1975.