Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 103

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 103
101 Sé ég gerla, að kona þessi vill þig feigan og þú fáir svo skammar- legan dauðdaga að auki, því að þú veizt hvern hug Frakkar bera til þín.“ „Þú ert alltaf að ala á því, sem hryllilegt er,“ sagði Cornelio, en hlýddu nú á mig dálitla stund og vildi ég, að við athuguðum í kyrrð og næði hvaða stefnu mér ber að taka, og veit ég, að þú munt ráðleggja mér, að taka þá sem betri er. Þú veizt hversu mjög ég ann Camillu og hversu miklar þjáningar ég hefi orðið að þola vegna ástar minnar og hollustu. En þrátt fyrir allar til- raunir mínar til þess að eiga nokkrar stundir með henni, er við gætum verið tvö ein saman, hefir tækifærið til þess aldrei boðizt. Nú er eiginmaður hennar á förum, og ég get öðlast það, sem ég hefi mest þráð. Ef þetta gengi allt að óskum, mundi ég meta þann unað, sem ég á í vændum, meira en allt annað, sem gæfan gæti lagt mér í hendur síðar á ævinni. Hvað segir þú nú, vinur minn?“ „Cornelio minn“, sagði vinur hans, „þú vildir að við ræddum málið 1 kyrrð og næði og hitalaust. En ég sé engan veg til þess, því að svo heitt elskarðu konu þessa, að í blindni þinni sérðu ekki dauðann, sem blasir við þér. Þess vegna verður þú að fara að ráðum þeira, sem hafa opin augun. Þú veizt hvern hug ég ber í brjásti til þín, þv! að margsinnis hefi ég fengið tækifæri til að sýna ást mina til þín í verki. Hugleiddu því það, sem ég segi, og farðu að ráðum minum. Upprættu allar þessar heimskulegu hug- leiðingar, því að þær byggjast allar á óljósri ímyndun. Eg ráðlegg þér eins og égvildi, að þú ráðlegðir mér, ef eins væri ástatt fyrir mér og þér nú: Farðu ekki til Milano, undir neinum kringumstæð- um. gleymdu því ekki, að því hefir verið lýst yfir, að þú sért upp- reistarmaður, og allar eigur þínar skuli upptækar gerðar. Þú mundir varla verða kominn af stað héðan, er óvinir þínir í Milano fréttu það. Og nú meðan vetrarhátíðin stendur yfir, og allir ganga með grímur, er gott tækifæri til þess að njósna um háttu og fyrir- ætlanir upreistarmanna. Auk þess hefir þú þegar verið aðvarað- ur frá Milano um það, að það sé fylgst með því þar hvað þú hafir fyrir stafni. Ef, og ég bið til guðs að til þess komi ekki, að þú farir til Milano, og Frakkar fengju handsamað þig, mundi ekki verða hægt að bjarga lífi þínu, þótt unt væri að bjóða þeim allt gull,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.