Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 115
113
unum fram á, að framferði þeirra væri á misskiningi byggt.
Kvaðst hann vera aðeins nýkominn heim úr langferð með menn
sína.
En það var algerlega árangurslaust, að bera fram nokkur mót-
mæli og lögregluforinginn neitaði með öllu að fara að karpa um
þetta og skipaði mönnum sínum að fara með húsbóndann og hina,
sem handteknir höfðu verið, sjö eða átta talsins, og leiða þá fyrir
Mombojero. Var það gert, en Mombojero skipaði svo fyrir, að
þeir skyldu settir í varðhald, unz mál þeirra yrði tekið fyrir.
Þegar þetta bættist nú ofan á allt það, sem áður hafði gerst,
setti í fyrstu mikinn grát að Camillu. En hún vissi, að maður
hennar og þjónar hans voru saklausir af því að hafa myrt knap-
ann, og nú, er hún fór að átta sig á hversu allt hafði í rauninni
breyzt til batnaðar, þakkaði hún guði sínum fyrir að hafa fengið
tækifæri til þess að bjarga elskhuga sínum. Þerraði hún nú tárin
af augum sér í skyndi og brá svo við og fyrirskipaði, að læsa
skyldi húsinu, en að því búnu skipaði hún heimilisfólkinu að fara
að hátta þegar, en þó ekki hinni tryggu þernu sinni.
Þær fóru nú inn í herbergið, þar sem vesalings Cornelio beið,
eins og Gyðingar komu frelsara síns. Camilla gekk nú að arnin-
um og lá nú við að hún tárfelldi af eintómum fögnuði. Kallaði
hún til Cornelio:
„Hjartað mitt, hvernig líður þér? Hvað hefstu að þama? Nú
geturðu öruggur komið niður, því að almáttugur drottinn hef-
ir, til þess að koma í veg fyrir frekara hneyksli, lagt það á eig-
inmann minn og þjóna hans, að þeir hafa allir verið settir í
fangesi."
Þernan hlóð nú upp stólunum sem fyrrum og héldu þær, hún
og Camilla, þeim sem fastast, meðan Cornelio klifraði niður af
veikum mætti. Fagnaði Camilla honum vel og leiddi hann til her-
bergis síns og lét hún þernuna tendra þar eld á arni. Því næst
þvoði hún andlit og hendur Cornelio, sem ekki var vanþörf á,
því að hann var allsótugur, sem geta má nærri. Enn var hrollur
í honum, en brátt tók hann að hressast og hlógu þau nú, hann
og Camilla, hjartanlega að óhöppum þeim, sem hann hafði orðið
fyrir.
Var nú komið fram undir morgun og lét Camilla þermma nú
8