Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 118
AXEL THORSTEEVSON:
Viðauki. Skýringar
Ég vil, að það komi sem skýrast fram, að endurminningar mínar
birtar fyrr og nú eru „brot“ — brot aðeins skráð á ærið annasöm-
um lífsferli við fréttastörf, sem voru aðalstarf mitt lengstum, eða
í 60 ár, og bera af því sinn keim, og oftast ekki nema „hálfsögð
sagan“. Og því er í reynd eins háttað með þáttinn „Hvítur hestur
í haga“, þótt önnur væri ætlunin framanaf, margt hefði þurft
að tengja betur og skýra betur, ekki sízt vegna þess, að alltaf
verður að líta um öxl til löngu liðins tíma, sem æ færri sjá, ef til
vill eins og í móðu. Sumt var kannske farið að fyrnast í huga
frásegjandans, en svo birtir allt í einu yfir gamalli minningu, sem
honum finnst knýjandi þörf að láta fljóta með, sem enn á sinn
Ijóma, einnig vegna endurskins lífsreynslu og örlitlu gat munað að
yrði örlagaþrungin.
Þessi minning er frá þeim tíma, er ég var að byrja að kynnast
Grána mínum æ betur.
Það var á góðviðrisdegi fyrri hluta dags, að flytja skyldi sláttu-
vél frá Álfárbakka að Þverholtum, drjúga bæjarleið, alltorfarna
á köflum, yfir læk að fara, vegarnefnu, blauta mýri, unz að meln-
um kom, en Þverholin eru á austurhluta melsins, og melurinn
greiðfær og rennsléttur. Ungur piltur, sem hjá mér var, sótti
vélina, og fyrir hana beitt Grána og stilltum, brúnum klár, sem
Ingi á Bakka átti, stillum hesti og eitthvað notaður fyrir sláttuvél.
Taldi Ingi öruggt, að þetta myndi ganga eins og í sögu, og hafa
auga með hversu gengi þar til á melinn væri komið og ég fylgdist
með af tröppunum heima, ef pilturinn þyrfti einhverrar aðstoðar