Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 119
117
með. En nú kom í Ijós, að þessi áætlun reyndist vanhugsuð. Ofsi
greip Grána skyndilega. Brúnn gamli rétt drattaðist með. Pilt-
urinn missti ekki taumana úr höndum sér, en þegar Gráni rauk á
harða spretti á girðinguna, varð pilturinn að henda frá sér taum-
unum og sjálfum sér af vélinni, og gat nú allt gerzt, sláttuvélar-
stöngin rakst á kjallaragrunninn og lék húsið á reiðiskjálfi, Brúnn
dasaður við steinvegginn, stöngin brotin milli hans og Grána, sem
brauzt um í æði sínu. Þetta gerðist í svo snöggri svipan, að það
var sem örblik í huga mér, en mér fannst eftir á að þetta örblik
hemfði verið bending, hvaðan sem hún kom. Yfir mér var alger
ró og án nokkurrar hugsunar hafði ég lagst ofan á Grána og lagt
hægri hönd mína yfir augu hans. Ég hugsaði ekki um — og enda
hafði ég enga hugmynd um slíkt ráð, en Gráni róaðist, og þegar
ég fór að tala við hann, kom alger kyrrð yfir hann.
Þá kallaði ég til piltsins, milli rabbs míns við Grána, spurði
hann hvort hann væri ómeiddur, og óhræddur — bað ég hann þá
að koma og leysa dráttartaugar og klafaólar, og gerði hann það
snarlega, og á meðan talaði ég áfram við Grána, þar til hest-
arnir voru lausir úr tengslunum. Þá spratt ég upp af Grána og
hann tók kipp og labbaði svo út á flötina og fór að kroppa, en
Brúnn gamli staulaðist á lappir, dasaður en ómeiddur.
Hvað sástu, Gráni minn, er ég hélt fyrir augu þér? Hvað sástu
í sortanum á meðan ég talaði við þig? Ég reyndi að gera mér í
hugarlund síðar hvað í hestshugann hafði komið. En ég fékk
ekkert svar. Og ekkert svar hvers vegna ég hugsunarlaust og
ósjálfrátt datt niður á að gera það, sem bjargaði öllu við og í
rauninni fór allt vel, en um það var ég sannfærður eftir á, að
jafnvel í sortanum leið þér vel hjá mér, og að þá væri allt gott.
1 timaritinu Úrval 1963 birtist grein eftir mig í greinaflokkn-
um „Ógleymanlegur maður“, síðar einnig birt í Rókkri, og því
mörgum kunn. Hún fjallaði um Halldór heitinn Vilhjálmsson
skólastjóra á Hvanneyri, og er þar lýst fyrstu kynnum mnum
af honum, en móðir mín, sem vissi hug minn allan, fór með mig
inn að Rauðará á fund hans, en hún hafði kynnt sér fyrirfram,
hvenær hans væri von í bæinn, en það var hennar ráð, að ég
reyndi að komast í sumarvinnu að Hvanneyri. Gerði hún grein
fyrir erindi sínu. Hann fór svo að tala beint við mig og var fyrsta