Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 127
125
Og þar var maður, er mest ég unni,
mér óslcyldur, sem faðir var.
Mörg og fögur hann kvœði kunni.
Hvergi var betra og sœlla en þar.
Jóhannes, vinur, fóstri fróður,
firðum mörgum eg kynnzt hef nú.
Margur reyndist mér garpur góður,
en Guð veit, enginn var betri en þú.
1 Árnakoti var alltaf gaman,
einn á vakki — eða með þér.
Er Grána og Lýsingur léku saman
létt var allt af í skapi mér.
En nú mun Lýsingur löngu heygður,
lágt fállin húsin, er reisti eg barn,
þú af ellinnir byrðum beygður.
Búið er sumar. Is er og hjarn.
Is er og hjarn, en vist með vori
vaknar að nýju bjarkaher.
Enn muntu garpur, gœddur þori,
sem Gœfa sjálf brosti viður þér.
Er brugðust vonir þú brostir löngum
— brotgjarnt er sjáldan áldið tré —
og enn mun þykja gaman í göngum
gangnákóngi, þó aldinn sé.
Þú varst fœddur á stöðvum sterkra
storma og undir hafsins gný.
Eg tel þig í hópi manna merkra,
þvi mannsins aðál er starfi i.