Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Side 17

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Side 17
ODDUR H. ÞORLEIFSSON: ÞAÐ er í júlí, þessum yndælasta allra sumarmánaðanna og þeim, sem laxveiði- menn tengja mestar vonir við. Um miðj- an júlí fer sjóbirtingurinn að ganga í árnar, c*g er þa'ð vænsti fiskurinn, sem fyrst gengur — eins og er með laxinn. — Það er þessi staðreynd, sem veldur óróa hjá nokkrum veiðifélögum, og þar sem allt leggst á eitt um góðar veiðhorfur, svo sem gott veður, smástreymi í sjó og góður tími á sumri — sem sé miður júlí — verða félagarnir á eitt sáttir um að nauðsynlegt sé að skreppa austur að Hrauni í Ölfusi. Það eru kálir og vongóðir félagar, sem aka létt austur fyrir Fjall að afloknu dagsverki. Það finnst mörgum einkenni- legt hvað tilhlökkun um væntanlega veiði gerir menn létta í skapi — svo barnslega glaða, eða hver kannast ekkj við breytinguna, sem verður á fullorðn- um manni, þegar hann er kominn í veiði- gallann? Hann er ekki lengur hinn virðu- legi btngaái, hann hefur endurheimt æsku sína, hann er aftur orðinn áhyggju- laus unglingur. Er við komum að Kambabrún nemum við staðar og njótum hins sígilda útsýnis. Einum félaga okkar, sem ekki hefur komið að Hrauni áður, er bent á Ölf- usána, þar sem hún breiðir úr sér neðst, og er hann fræddur á því, að þar sem langur sandbakki skilur á milli sjávar og árinnar, sé ákvörðunarstaður okkar. Nú er ekið niður Kamba, beinustu leið að Hrauni. Vegarspottinn frá þjóðveginum að Hrauni er nokkuð slæmur yfirferðar — en slysalaust komumst við niður að tvíbýlinu að Hrauni, nemum þar staðar og spyrjumst fyrir um Ölaf bónda. Hann Veiðimaðurinn 7

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.