Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Qupperneq 22

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Qupperneq 22
hann klaktist út og hvernig ratar liann þangað, stundum 800—900 mílna leið? Þessi gáta hefur heillað náttúrufræðinga um langt skeið, og hún er tilefni þeirra rannsókna, sem sagt verður frá hér. Þetta mál hefur fjárhagslega þýðingu, engu síð- ur en vísindalega, því að nýjar stíflur, sem gerðar hafa verið á leið laxins, hafa dregið stórlega úr veiðinni á strönd Kyrrahafsins. Áður en langt um líður verða komnar stíflur í hverja meðal sprænu í Vesturheimi. Að sönnu eru fisklyftur og stigar í þessum stíflum, til þess að laxinn komist áfram, en svo illa hefur tekizt til, að eitthvað er að nálega hverri stíflu, sem veldur því, að ógrynni af fiski ferst. Til eru sex algengar tegundir af laxi. í fyrsta lagi Atlantshafskynið, sem er af sama ættstofni og Steelhead silungurinn. Þessar tvær ættgreinar ganga í árnar til þess að hrygna ár eftir ár. Hinar fimm tegundirnar eru allar af Kyrrahafsstofn- inum og ganga aðeins einu sinni í árnar því þær deyja eftir fyrstu hrygningu. Hinn ungi lax lítur fyrst dagsins ljós, þegar hann klekst út og skríður upp úr mölinni þar sem hrogninu var gotið og frjóvgunin fór fram. Nokkrar næstu vik- urnar nærist þetta kríli á skordýrum og litlum vatnalirfum. Því næst hlýðir það fyrsta kalli útþrárinnar og heldur af stað niður ána, áleiðis til sjávar. Margar hætt- ur bíða þess á leiðinni til þroskans. Áætl- að er að 15% seiðanna farist í hverri stórri stíflu, t. d. Bonneville, á leiðinni til sjávar. Önnur drepast í ám þar sem vatn- ið er óhreint, og mörg verða stærri fisk- um í hafinu að bráð. Þegar laxinn er kominn á hrygningaraldur, eftir nokk- urra ára veru í sjó, lilýðir hann hinu síðara og mikla kalli lífsferðar sinnar. Hann finnur ós árinnar, þar sem hann kom til sjávar, syndir hiklaust upp ána og velur ávallt réttu stefnuna við ós hverrar þverár, unz hann kemur að fæðingará sinni. Kynslóð eftir kynslóð koma laxa- fjölskyldurnar í sömu sprænuna og halda svo vel hópinn, að stofnarnir í nálægum ám eru með gersamlega ólíkum þróunar- einkennum. Frá því um aldamótin síðustu hafa farið fram margar óyggjandi rannsóknir á heimferðarháttum laxins. Ein sú ná- kvæmasta var gerð af Andrew L. Pritc- hard, Wilbert A. Clemens og Russel E. Foerster, í Kanada. Þeir merktu 469,326 seiði af Kyrrahafslaxi úr þverá, sem fell- ur í ána Fraser, og fengu aftur nálega 11000 heim í þverána, þegar fiskurinn hafði aldur til að koma úr sjó. Og það sem meira er: Ekki einn einasti fiskur af þeim, sem merktir höfðu verið, kom fram í annarri á, svo vitað væri. Þessi merkilega sönnun fyrir ratvísi laxins til heimastöðvanna hefur valdið vísinda- mönnum miklum heilbrotum. Síðasta áratuginn hafa verið gerðar rannsóknir á þefnæmi fiska, í rannsókn- arstöðinni við Wisconsinvatnið, bæði á seiðum og fullorðnum laxi. Niðurstöð- urnar hafa leitt í ljós, að laxinn þekkir lieimaá sína á lyktinni, og þefar sig, í orðsins réttu merkingu, heim úr hafi. Fiskar hafa ákaflega næma þefskynj- un. Það hafa rannsóknarmenn þráfald- lega fengið staðfest af hegðun þeirra. Karl von Frisch sýndi fram á, að lykt af fiski, sem var særður á roði, vakti ótta meðal hinna fiskanna. Hann tók einu 12 Víummaðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.