Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 23

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 23
Myndin er af tilraunabúri £ vatnarannsóknastöðinni í Visconsin. Búrið er notað til þess að kenna fisk- tim að finna mun á lykt. í tilraunaflöskunni til vinstri er visst lyktarefni og annað í fiöskunni til hægri. Lyktarefni úr hvorri flöskunni um sig var blandað með vatni, sem dælt var úr kerinu og svo leitt inn í það aftur. Þegar seiðin leituðu á aðra lyktina, fengu þau æti, en ef þau drógust að hinni var þeim refsað með veikum rafstraum. Auk þess voru seiðin blinduð, til þess að þau sæju ekki hreyf- iugar tilraunamannanna. — Þýðing á ensku nöfnun- um á myndinni: Air inlet = loftrás. Electrodes =:raf- pólar. Odor jets = lvktarrör. Siphon = frárennsli (útrennsli) Odor releaser = flaska með lyktarefni. Deaeration funnel = lofthreinsunartrekt eða loft- sigti. Feeding trough = fóðurtrog. sinni eftir því, þegar í'ugl niissti særðan iisk niður í vatn, að torfan, sem iiskur- inn hafði verið hrennndur úr, dreifðist skyndilega og forðaðist svæðið eftir það. Alkunnugt er að liákarlar og túnfiskar renna á lykt af beitu frá veiðiskipum. Vera má að sú gamla venja, að spýta á agnið sé bygg'ð á öðru en hjátrúnni einni. Rannsóknir liafa leitt í ljós, að munn- vatn manna hefur örvandi áhrif á bragð- kirtla fisktegundar, sem nefnd er bull- head. Bragðskynjunin og þefskynjunin eru vitanlega lrvor annarri nátengdar. Þessi fiskur (bullhead) er þakinn bragð- kirtlum um allan búkinn, en þeir eru sérstaklega þéttir kringum veiðikampana. Fiskurinn glefsar strax eftir kjötstykki, sem kenrur einhversstaðar við skrokk hans. En liann verður ónæmur á bragð, ef taugin, sem stjórnar þessum kirtlum í roðinu, er skorin sundur. Þeffæri fiska hafa þróast í margskon- ar myndum. Beinfiskar hafa tvöföld nas- op. Inn um hið fremra sýgur fiskurinn vatnið um leið og liann syndir eða and- ar, og svo rennur vatnið tit um liitt opið, sem ef til vill opnast og lokast í samræmi við andardrátt fisksins. Öll lyktarefni í vatninu orka efnafræðilega á viðtöku- taugar nasanna, ef til vill sem „ensym- iskar“ gagnverkanir, og síðan flytur þef- taugin kippina áfram til miðstöðvar taugakerfisins. Nef mannsins og annarra hryggdýra finnur aðeins lykt. af efnum, sem eru loftkennd og uppleysanleg í fitukennd- an vökva. En þegar öllu er á botninn hvolft, er lykt alltaf vatns-eðlis, því lykt finnst ekki af efninu fyrr en það hefur verið leyst upp í slímhúð nefgangnanna. Hjá fiskum er upplausn lyktarefnanna auðvitað þegar fyrir hendi í umhverfi þeirra — vatninu. Eins og önnur dýr geta þeir rakið lyktina til upptaka lrennar, á sama liátt og t. d. veiðihundur rekur slóð dýrsins eftir lyktinni. Eðli eða áhrif lykt- arinnar eru breytileg eftir því, liverju liugurinn stefnir að. Allir vita að sama Vfjðimaíjurinn 13

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.