Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Side 29

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Side 29
SALAR: Við vötnin ströng. ÞAÐ hafði rignt um nóttina. Klukkan var að verða sjö. Sólin var tekin að skína á rennvota jörðina, og droparnir á strá- unum glitruðu eins og dýrustu perlur. — Morgunn í júní, og ég á leiðinni til að veiða lax, ef. . . . Hvílík kyrhð og fegurð livílir yfir þess- um döggvotu, sólbjörtu júnímorgnum við laxána. Ég legg leið mína niður fyrir fossa, sem svo er kallað, — jressa gamal- kunnu leið, sem svo margir liafa farið, ýmist vongóðir og bjartsýnir eða með brostnar vonir. Ósjálfrátt greikka ég sporið, þegar nær dregur veiðistöðunum. Vatnið er livítt og slétt í morgunsólinni. Fuglarnir fylla alla voga og syngja sína þakkargjcirð. Þeir þoka sér frá landinu þegar ég nálgast. En rétt að baki mér sé ég þá aftur snúa til baka. Ég er nú kom- inn að bátnum, rétt ofan fossanna, og ræ þar yfir ána. Þegar báturinn kennir grunns og ég stíg í sandinn, finn ég að fæturnir skjálfa lítið eitt. Nú, þetta er of mikið af því gcíða, hugsa ég. Það er óþarfi að titra eins og feyskið sprek fyrr en eitthvert líf sézt. En vígahugurinn ágerist stöðugt. Augun stara í vatnið, í von um að sjá lífi bregða þar fyrir. Vel þjálfað auga veiðimannsins skynjar hina minnstu hreyfingu á vatninu, og blik af fiski hefir oft bjargað frá öng- ulsári. Nú er ég konrinn á liinn alræmda en jafnframt rómantíska veiðistað, sem svo margir veiðimenn liata, en aðrir dá. Ég er í hópi þeirra síðarnefndu, hefi ofurást á staðnum. Allt hjálpast til að gera veiðistað þennan eftirminnilegan hverjum þeim, sem þangað leggur leið sína: Andstæðurnar í náttúrunni, gróð- urinn og auðnin, vatnsflaumurinn, sem beljar fram með ógnar þunga. Vkidimaðurinn 19

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.