Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Síða 35
Ég breiddi vel ytir laxinn til þess að
verja hann fyrir flugunni og hitanum,
tók stöngina og ætlaði að fara að ganga
niður að ánni, til þess að leggja tálbeit-
una fyrir stóra laxinn úti á Brotinu. En
þá greip mig skyndilega liugsun, sem
raunar hefur oft hvarflað að mér fyrr
og síðar, einkum þegar veðrið er fagurt
og lífsgleðin mikil í náttúrunni um-
hverfis mig:
Er rétt að granda lífi sér til ánægju?
Veiðieðli mitt hafði ótal svör á reiðum
liöndum: Er ekki sanra livort laxinn er
veiddur á stöng eða með öðrum liætti?
Einhver nýtur góðs af þessari veiði þinni.
Annaðhvort selur þú fiskinn eða gefur
iiann. Hann verður einhverjum að gagni.
Náttúran sjálf sóar lífi og virðist kæra
sig kollótta um einstaklingana o. s. frv.
Ekkert af þessu er fullnægjandi svar
við því, sem ég spurði um, og ég finn
með sjálfum mér að ég vil ekki fá rétta
svarið. Og nii stökk liann enn sá stóri
fram á brotinu. Þá brauzt hinn frurn-
stæði eðlisarfur eins og eldur út um æð-
ar mínar og taugar. Ég hljóp af stað
með stöngina, óð út í ána og fór að
kasta, með þá ósk eina í huga, að sá
stóri tæki og ég næði honum!
Og liann tók — eða einhver frændi
hans af svipaðri stærð. Hann barðist eins
og ljón, þeyttist í loftköstum um brotið,
stríddi og streyttist eins og ólmur, ný-
genginn liængur kann bezt. Og hann
vann leikinn. Hann hristi úr sér flug-
una og livarf mér í djúpið og frelsið.
Hann átti það skilið, en ég sá eftir
lionum samt, enda fékk ég ekki meiri
veiði í þetta sinn.
Elestir eða allir félagar mínir höfðu
veitt þennan morgun, og það var glatt
á hjalla við maíborðið. Svo fengum við
okkur miðdegisblundinn.
Síðari hluta dagsins áttum við veiði-
félagi minn að vera á neðsta svæðinu.
Við liugðum gott til að koma í Stokk-
hyl, því að þar átti að vera fiskur núna,
enda veiddist þar unt morguninn. Uni
leið og við gengum niður skógargötuna
litum við eftir þrastahreiðrum og fund-
um tvö í greinum rétt við götuna. Félagi
minn sagði að þetta væri góðs viti, við
mundum fá a. m. k. sinn laxinn livor,
því að við fundum sitt hreiðrið hvor.
Við fórum okkur hægt, enda var heitt
í veðri, og margt fallegt að sko'ða.
Þegar við komuni niður á móts við
Myrkhyl, fundum v:ð lóuhreiður, og það
taldi ég boða gott, því að mér þykir
vænt um lóuna. Það gleymist að nokkuð
illt sé til í Iieiminum, þegar maður hlust-
ar á lóukvak í friðsælu umhverfi á fögr-
um sumardegi.
Myrkhylur var fallegur núna, en við
ætluðum að geyma okkur liann þangað
til á heimleiðinni. Þar hef ég orðið fyr-
ir undarlegustum áhrifum á veiðistað,
en það er önnur saga.
Þegar við komum niður fyrir Myrk-
hyl sá íélagi minn lax í skottinu og taldi
rétt að annar okkar kastaði á hann. Það
varð úr að hann gerði það, enda hann
sem sá hann, og ég hélt því einn áfram
niður í Stokkhyl.
Stokkhylur er sannkallaður ævintýra-
s;taður í svona vatni, einhver allra falleg-
asti flugustáðurinn í ánni, og þótt víð-
ar væri leitað. í veðri eins og nú var,
er umhverfið nrjög notalegt og Iiamra-
brekkan austan við ána býr yfir ein-
Veiðimaðurinn
25