Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Side 43

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Side 43
bréfsins skilið, að þessi kafli þess komi fyrir almennings sjónir, en liann er á þessa leið: „Áður en ég lýk þessu bréfi, vil ég lýsa yfir, að oss er mikil ánægja að taka á móti íslenzkum keppend- um. Ágreiningur sá, sem ni'x er milli landa vori'a, hefur engin áhrif á oss hér, en sem veiðimenn höfum vér margir ntikla samúð með hverri þjóð, sem vill vernda fiskstofna sína. Vér erum mjög óánægðir með vettlinga- t()k vorra eigin stjórnarvalda varð- andi fiskstofna bæði í sjó og vötn- um. Oss er ókunnugt um grunvallar- atriði þessarar milliríkjadeilu, og get- um því hvoruga ríkisstjórnina áfellst. En, eins og þér skiljið, er oss áhuga- mál, að vernda stofninn, í stað þess að leyfa svo mikla veiði, að honum stafi hætta af. Vafalaust getið þér frætt oss meira um þetta ófremdar- ástand, þegar þér komið hingað í september. Og þér megið a. m. k. vera þess fullviss, að vér munum veita yður innilegar viðtökur, sem veiði- vinir! Yðar einlægur, Erik Horsefall Turner, borgarEitari í Scarborough.“ Mér er ljúft að bæta því við ofan- skráðan kafla, að ekki var andinn í þeim Englendingum, sem ég átti tal við utn þetta mál, lakari, nema síður væri, og voru þeir engu minna undr- andi á framkomu brezku stjórnarinn- ar en við. Til Scarborough komum við daginn fyrir mótið, en það hófst þann 23. sept. og stóð til 27. sama mánaðar. Allir þátt- takendur, bjuggu í sama hóteli, og hafði það ýmsa kosti í för með sér. Kvöld- ið fyrir mótið voru allir boðnir í „Cock- tail-party“ í ráðhúsi borgarinnar, og tóku borgarstjórinn og frú hans á móti gest- um. Viðeigandi ræður voru fluttar og Keþþendnr athuga tœkin. góðar veitingar fram bornar. Hinn þekkti Martini klúbbur hélt boð tveim dögum seinna fyrir stjórnir liinna ýmsu hópa. Auk mín fóru héðan Sverrir Elíasson og Halldór Erlendsson, og höfðum við ákveðið að keppa í 4—5 greinum af þeim 10, sem keppt er í. í 46. tbl. Veiði- mannsins er lýsing á öllum keppnis- greinum I. C. F. og því óþarfi að endur- taka hana hér. En af þessum 10 grein- um eru 6 í lengdarköstum. flugu og beitu (lóð), en hin 4 eru ýmsar tegundir af nákvæmnisköstum, líka með flugu eða lóði. Miðv.ikud. 23. sept. hófst svo mótið kl. 8 f. h. á grein nr. 7, (tvíhendiskast) 17,72 grömm. Lengst kastaði K. Rosen- gren, Svíþjóð 90,15 metra — nýtt heims- Vf.idimaðurinn 33

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.