Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 49

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 49
Ur veiðibókuit). Laxá í Leirársveit 1958. VEIÐIN í Laxá sumari'ð 1958 var mikið rninni en sumarið 1957. F.kki er ósennilegt, að liin þurrviðrasama og frem- ur kalda veðrátta á því sumri hafi átt þar sök á. Mörgum unnendum Laxár, bæði utan- sveitar og innan, er það ærið áhyggju- efni, livað sjóbirtingsveiðin fer þar þverr- andi. Telja margir að sílamáfurinn (litli svartbakur) sé þarna mikill skaðvaldur, og óneitanlega er ýmislegt, sem styður þá skoðun. Þeir sem eitthvað fylgjast með fuglalífi hér á landi, vita að síðan þessi máfur settist hér að, hefur honum fjölg- að mjög ört, einkum hin síðustu ár, og mun hann eiga stórar varpstöðvar í ná- grenni árinnar. Oft má sjá stórar breið- ur af sílamáf á leirunum við árósinn, og Mundu nú eftir uö koma við i fiskbúðinni á heimleiðinni! varla eru þessar þrásetur lians þarna til þess eins, að hlusta á báruhjalið og ár- niðinn. Hitt mun sannara, að máfurinn haldi sig þarna fremur til þess að reyna að hciggva sínum hvassa goggi í lax eða silungsbröndu, ef hann kemst í færi. Þó að sílamáfurinn höggvi vafalítið stórt skarð í fiskstofninn í ánni, er þó líklega annar aðili, sem er ekki afkastaminni við áð útrýma sjóbirtingnum, þó að óvilja- verk sé það sennilega. Það mun vera al- gengt að lax og sjóbirtingur þrífist ekki vel í sömu á, ef báðar tegundirnar hrygna í ánni. Um ástæðuna fyrir þessu mun ekki vera að fullu kunnugt, en talið er að sjóbirtingurinn hrygni fyrr og svo þegar laxinn fer að undirbúa sína hrygn- ingu og grafa liolur í botninn fyrir hrogn- in, þá róti hann ofan af sjóbirtingshrogn- unum og straumurinn beri þau síðan burtu og tortími þeim. Ef þetta er rétt, er það næg ástæða til þess að sjóbirtingn- um vegni ekki vel í sambýli við laxinn. Á fyrstu töflunni hér á eftir er heildar- yfirlit yfir veiðina 1958, ásamt fáeinum tölum um veiðina 1957. Meðal annars sýna þessar tölur, að meira en helmingi færri silungar veiðast sumarið 1958 en sumarið 1957. Fyrir 15 árum veiddust yfir 200 sjóbirtingar í Laxá, og er það fáeinum fiskum meira en þá veiddist af laxi í ánni. Vl'lÐIMAÐURINN 39

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.