Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 67

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 67
Gömul saga. ÞAÐ var mitt sumar, sól og söngur í lijarta, tillilökkun í hverri taug. Ég átti veiðileyfi í Korpu daginn eftir. Veiðifélagi minn var utanbæjar og gat ekki komið með, og nú fékk ég tækifæri til að sýna ltvað í mér bjó, hvað ég hafði lært á síðustu árum í veiðiskap. Reyndar var ég veiðskussi hinn mesti, var búinn að veiða í Korpu síðustu þrjú árin og hafði aldrei fengið lax á sjálfur, bara af- ætur og ál. Ég hafði brugðið við að nota flugu, en kunni heldur lítið í þeirri eðlu list, oftast konr línan upp úr vatninu í framkastinu og flæktist í móana bak við mig í afturkastinu. Ég lét ekkert svona á mig fá, var einn áhugasamasti veiðimað- urinn í Korpu þessi sumur og taláði mik- ið um laxveiði, mn tökustaði laxins og allt hans atferli. Ég var sem sé laxveiði- maður. Ég fór snemma að sofa, kvöldið áður, og hlakkaði mikið til næsta eftirmiðdags og ætlaði mér að njóta góða veðursins og rólegheitanna við ána, en þó ótrúlegt þyki er umhverfi Korpu, fyrir neðan Lambhagabrii, undurfagurt o.g einangr- að, þótt það sé steinsnar frá bænum, og Vkidimaðurinn 57

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.