Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 2
Stóra stundin nálgast
Keppendur í Söngvakeppni sjónvarpsins slógu á létta strengi og hristu af sér stressið baksviðs á lokaæfingunni í Gufunesi í gærkvöldi. Vogun vinnur, vogun
tapar og stutt er á milli hláturs og gráts þegar tekist er á af miklu kappi. En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta aðeins leikur. Fréttablaðið/Ernir
Siggi Gunnars segir allan
sólarhringinn hafa farið í
undirbúning fyrir Söngva-
keppnina síðustu daga og
hann sendir kollegum sínum,
þeim Ragnhildi Steinunni
Jónsdóttur og Unnsteini
Manuel Stefánssyni, reglulega
hugmyndir að næturlagi.
odduraevar@frettabladid.is
eurovision „Þetta er liðsdressið
okkar,“ segir Sigurður Þorri Gunn-
arsson, betur þekktur sem Siggi
Gunnars, um einstakan en kósí
galla sem hann, Unnsteinn Manuel
Stefánsson og Ragnhildur Stein-
unn Jónsdóttir klæðast baksviðs í
Söngvakeppnishöllinni.
Þar hafa þau dvalið síðustu daga
enda eru úrslitin í kvöld. „Stemn-
ingin er geggjuð og spennan er
í hámarki,“ segir Siggi sem segir
kynnana vera með skýra aðgerða-
áætlun fyrir kvöldið.
„Við hugsum um þetta sem tví-
skipta dagskrá, það er annars vegar
keppnin sem skiptir mestu máli
og svo er það kvöldvaka í höndum
ok kar k y nnanna, sannkölluð
skemmtidagskrá sem verður auð-
vitað stærsta partí Íslands þar sem
við ætlum að reyna að fylla og brúa
bilið,“ útskýrir Siggi.
Aðspurður hvort þríeykið sé
búið að ákveða hver fái að tilkynna
úrslitin á stóru stundinni í kvöld
segir Siggi hlæjandi: „Það kemur í
ljós! Nó komment!“ segir hann og
hlær. „En við erum búin að skrifa
handrit og æfa okkur og erum mikið
saman. Það er góður andi í kynna-
hópnum og stuð og stemning.“
Siggi hefur slegið í gegn sem
kynnir í ár og segir, spurður hvort
hann sé ekki fæddur í hlutverkið, að
það sé ekkert leyndarmál að þetta
hafi verið draumur að rætast.
„Þetta er eitthvað sem mig hefur
dreymt um að fá að gera lengi.
Þetta er draumastarfið og svo er
ég bara heppinn að fá að gera þetta
með Unnsteini og Ragnhildi, þau
eru bæði frábærir samstarfsmenn
og okkur líður ekkert eðlilega vel
saman.“
Siggi segist fyrst og fremst þakk-
látur fyrir hve vel þjóðin hafi tekið í
keppnina í ár. „Þetta er búið að vera
draumi líkast og ég skil eiginlega
bara ekkert í þessu. Maður mætir
í vinnuna og svo er bara ógeðslega
gaman í vinnunni og vonandi bara
skilar það sér til áhorfenda hvað það
er gaman.“
Þríeykið hefur varla farið úr
Gufunesi undanfarna daga og dag-
skráin verið strembin hjá þeim líkt
og öðrum sem að keppninni koma.
„Fimmtudagur, föstudagur og
laugardagur eru mjög langir dagar.
Við viljum auðvitað vera vel undir-
búin á þessum sjónvarpsviðburði
sem nánast öll þjóðin fylgist með.“
Hugmyndavinnan haf i farið
af stað strax daginn eftir hverja
keppni. „Þannig það verður ansi
tómlegt eftir þennan þátt. Maður
er búinn að vera að fá hugmyndir
á nóttunni. Ég vakna á nóttunni og
sendi hugmyndir á hina kynnana:
Eigum við að gera þetta?! Þannig að
dagarnir eru alveg undirlagðir og
allur sólarhringurinn fer í þetta, af
því að þetta er svo gaman!“ n
Skilaboð frá Sigga um nætur
Þetta er búið að vera
draumi líkast og ég skil
eiginlega bara ekkert í
þessu.
Sigurður Þorri Gunnarsson,
kynnir í Söngvakeppninni
Siggi Gunnars hefur slegið í gegn sem kynnir í ár. Fréttablaðið/anton brink
olafur@frettabladid.is
uMrÆÐA Árið 2008 fékk saksóknari
efnahagsbrota heimild Hæstarétt-
ar til að gera húsleit hjá embætti
skattrannsóknarstjóra vegna rann-
sóknar á meintum skattalagabrot-
um Óskars Magnússonar.
Þetta kemur fram í aðsendri
grein Jóhanns Haukssonar, stjórn-
arformanns Transparency Interna-
tional á Íslandi, í Fréttablaðinu í
dag.
Það mun vera einsdæmi í heim-
inum að saksóknari efnahagsbrota
þurfi að af la húsleitarheimildar í
húsakynnum skattrannsóknar-
stjóra.
Tilefnið var að Skúli Eggert Þórð-
arson, þáverandi skattrannsóknar-
stjóri, hafði árið 2004 ákært Jón
Ásgeir og Kristínu Jóhannesarbörn,
Tryggva Jónsson og Stefán Hilmar
Hilmarsson til ríkislögreglustjóra
vegna meintra skattabrota en ekki
Óskar Magnússon, sem verið hafði
stjórnarformaður Baugs.
Máli Óskars vísaði Skúli Eggert
til yfirskattanefndar þótt meint
brot hans væru sambærileg við
brotin sem hann kærði til ríkislög-
reglustjóra. SJÁ SÍðU 13
Aðskilnaður ríkis
og flokksins
Jóhann
Hauksson,
stjórnarformað-
ur Transparency
International á
Íslandi
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Alex og William
manual hvíldarstólar
Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr.
Alklæddir
Anelín leðri
Litir: svart,
dökkbrúnt og cognac
William manual með 20% afsl. 215.000 kr.
Nú með
20%
afslætti
bth@frettabladid.is
HeilbrigÐisMál Ólíklegt er að
Covid-veiran hverfi nokkru sinni úr
lífi mannkyns úr því sem komið er.
„Mér finnst líklegt að Covid sem
viðvarandi ástand sé komið til að
vera, líkt og inflúensan,“ segir Guð-
rún Aspelund sóttvarnalæknir.
Veiran er enn á fullri ferð í sam-
félaginu. Talið er að um 400 andlát
vegna Covid hafi orðið í fyrra. Þret-
tán létust í janúar síðastliðnum.
„Þetta vekur ugg og er alvarlegt
mál,“ segir Guðrún.
Sóttvarnalæknir brýnir lands-
menn til að fara varlega, halda sig
heima ef grunur leikur á smiti og
nota örvunarbólusetningar, eink-
um eldra fólk.
Ein skýring á fjölda dauðsfalla í
janúar gæti tengst veðri og auknu
samneyti manna á millum um jól og
áramót. Engar fyrirætlanir eru um
sóttkví eða einangrun hér á landi til
að bregðast við dauðsföllum.
„Þetta gengur í bylgjum. Við
eigum ekki von á að þessi fjöldi
dauðsfalla haldi áfram,“ segir Guð-
rún.
Covid er án vafa versta faraldurs-
ógn síðari tíma að sögn Guðrúnar.
„Við höfum ekki upplifað svona
heimsfaraldur, ekki nema þá elstu
menn.“ n
Spáir því að Covid muni aldrei hverfa
Guðrún
Aspelund, sótt-
varnalæknir
2 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023
LAUGArDAGUr