Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 4
Það verður erfitt að
vinna þetta fylgisfall til
baka.
Eiríkur
Bergmann,
stjórnmála-
fræðingur
Við fáum þrjá mánuði í
röð sömu stóru heild-
armyndina.
Ólafur Þ.
Harðarson,
stjórnmála-
fræðingur
3
hnúfu-
bakar
hafa
haldið
til í Hafnarfjarðarhöfn
að undanförnu.
20
sentimetra
rifa kom á
laxeldiskví
með 115
þúsund seiðum í
Ísafjarðardjúpi.
15
prósenta
útborg-
un í íbúð gæti gufað
upp á einu ári vegna
verðbólgu og lækkandi
íbúðaverðs.
10,2
prósenta
verð-
bólga
mælist
nú á
Íslandi.
34
ár eru
síðan sala
á áfengum
bjór var
leyfð hér-
lendis.
Þrjú í fréttum |
tölur vikunnar |
Haraldur
Þorleifsson
stofnandi Ueno
var meðal þeirra
sem var sagt
upp störfum hjá
Twitter um liðna
helgi. Hátt í tvö
hundruð misstu
vinnuna, þar á meðal háttsettir
starfsmenn á borð við Harald
sem seldi Ueno til Twitter á árinu
2021. Hann hefur starfað hjá
fyrirtækinu síðan sem yfirhönn-
uður. Kvaðst Haraldur ekki sjá
eftir neinu í færslu á Twitter eftir
tíðindin.
Helgi
Pétursson
formaður
Landssambands
eldri borgara
segir Gráa herinn
ætla að leita til
Mannréttinda-
dómstóls Evrópu
vegna tapaðs dómsmáls þriggja
meðlima félagsins sem snýst um
tekjuskerðingarreglur almanna-
tryggingalaga. „Við teljum ein-
faldlega að Hæstiréttur hafi ekki
tekið afstöðu til okkar kæruatriða
og förum því með málið á megin-
landið,“ segir Helgi.
Guðjónína
Sæmunds-
dóttir
verkefnastjóri
sem stýrir verk-
efninu Stuðningi
við fylgdarlaus
ungmenni,
segir erfitt að
ímynda sér stöðu fylgdarlausra
barna. „Um leið og þau verða 18 ára
eru þau ein og við viljum að þau
séu tilbúin að takast á við það sem
bíður þeirra, sama hvort það er í
framhaldsskóla eða á vinnumark-
aði. Við horfum ekki á neina eina
leið, aðra en að þau séu tilbúin.“ n
Erfitt verður fyrir forystufólk
stjórnarflokkanna að vinna
viðvarandi fylgisfall til baka
að mati stjórnmálafræðings.
Kristrún Frostadóttir má
mjög vel við una, fjarverandi í
fæðingarorlofi.
bth@frettabladid.is
Stjórnmál „Það er svakalega
áhugavert að ríkisstjórnin er alveg
kolfallin,“ segir Eiríkur Bergmann
stjórnmálafræðingur um niður-
stöður þjóðarpúls Gallup.
„Þetta er magnað, því þessi ríkis-
stjórn hélt fylgi ótrúlega lengi, eitt
og hálft kjörtímabil,“ segir Eiríkur.
„Kannanir staðfesta að þetta er
varanleg þróun, ekki bara tilfallandi
fall. Það verður erfitt að vinna þetta
fylgisfall til baka.“
Samfylkingin heldur áfram að
styrkja sig í sessi sem sá stjórnmála-
f lokkur sem nýtur mestrar hylli
landsmanna samkvæmt þjóðar-
púlsi Gallup í febrúar.
„Kristrún Frostadóttir má gríðar-
lega vel við una,“ segir Ólafur Þ.
Harðarson stjórnmálafræðingur
um árangur formanns Samfylk-
ingarinnar.
24 prósent kjósenda styðja Sam-
fylkinguna nú en 22,5 prósent Sjálf-
stæðisflokkinn.
„Við fáum þrjá mánuði í röð sömu
stóru heildarmyndina,“ segir Ólaf-
ur. „Við erum með tvo f lokka sem
teljast stórir í núverandi kerfi, allir
hinir eru á bilinu 5–12 prósent.“
Framsóknarf lokkurinn hefur
tapað mestu fylgi stjórnarf lokk-
anna frá þingkosningunum 2021,
færi úr þrettán þingmönnum í sjö.
Vinstri græn hafa einnig tapað
miklu fylgi, fengju nú fjóra þing-
menn.
Fylgi Viðreisnar er 7,7 prósent á
sama tíma og stuðningur þjóðar-
innar við aðild að ESB hefur vaxið.
Sósíalistar fá einn þingmann nú
samkvæmt þjóðarpúlsinum og eru
hársbreidd frá fleiri þingsætum.
Ólafur segir allt of snemmt að spá
fyrir um úrslit næstu þingkosninga
á grunni undanfarinna mælinga.
Stuðningur við ríkisstjórn Katr-
ínar Jakobsdóttur hefur ekki mælst
minni frá upphafi, 40 prósent styðja
nú stjórnina.
Óvarlegt er að mati Ólafs að túlka
könnunina sem teikn um forystu-
vanda þótt Viðreisn græði ekki fylgi
á ESB-sveiflunni. Stuðningur ráðist
af forgangsröðun kjósenda.
Einnig bendir Ólafur á að ríkis-
stjórn Katrínar mælist í stuðningi á
svipuðum stað og fyrir Covid.
„Covid er væntanlega megin-
skýringin á því á að stjórnin hélt
ekki bara velli milli kosninga heldur
bætti við sig árið 2021.“
Ef Sósíalistar koma mönnum inn
á þing gæti orðið erfiðara en ella að
mynda ríkisstjórn að mati Ólafs.
Ólíklegt sé að þeir flokkar sem jafn-
an séu í stjórn muni veðja á samstarf
með Sósíalistum.
Eiríkur Bergmann segir merkilegt
að marktækur munur sé orðinn á
stærð Samfylkingarinnar, umfram
Sjálfstæðisflokkinn.
„Spennan núna er Sósíalistarnir,“
segir Eiríkur.
Píratar virðast sigla lygnan sjó,
Flokkur fólksins er inni og áhuga-
vert að Viðreisn, ákafasti Evrópu-
sambands-aðildarflokkur landsins,
að sögn Eiríks, nái ekki að lyfta sér
á því máli.
„Heldur er það Samfylkingin sem
er í forystu þeim megin á sama tíma
og formaðurinn er fjarverandi í fæð-
ingarorlofi.
Þessi könnun gefur tilefni til þess
að ríkisstjórnarborðið nötri mjög
hressilega,“ segir Eiríkur. n
Ríkisstjórnarborðið nötri hressilega
Ríkisstjórn
Katrínar Jak-
obsdóttur er
kolsprungin
samkvæmt
þjóðarpúlsi
Gallup. Stjórn-
málafræðingur
segir að ríkis-
stjórnarborðið
nötri hressilega.
fréttablaðið/
eyþór
olafur@frettabladid.is
fjár m ál a m ar k a Ð u r Íslands-
banki neitar að svara spurningum
Fréttablaðsins um það hvort sátta-
ferli bankans við Fjármálaeftirlit
Seðlabankans vegna útboðs á 22,5
prósenta hlut ríkisins í bankanum í
mars 2022 taki til allra mála starfs-
manna bankans vegna útboðsins.
Fréttablaðið sendi stjórn bankans
í vikunni spurningar sem viku að
því hve margir starfsmenn bankans
hefðu keypt í útboðinu og á hvaða
gengi. Einnig var spurt hvort ein-
hverjir starfsmenn hefðu selt, hve-
nær og á hvaða gengi.
Þá var spurt hvort sáttaferli bank-
ans við Fjármálaeftirlitið tæki til
allra mála allra starfsmanna vegna
útboðsins.
Bankinn vísaði til þess að þegar
hefði komið fram að átta starfs-
menn bankans hefðu keypt hluti í
útboðinu og allir kaupendur hefðu
keypt á sama gengi. Ekki yrðu
veittar upplýsingar um viðskipti
einstakra hluthafa sem ekki séu til-
kynningaskyldir.
Íslandsbanki neitar að tjá sig um
efni athugunar Fjármálaeftirlitsins
á meðan hún stendur yfir.
Samkvæmt upplýsingum frá Fjár-
málaeftirlitinu er athugun málsins
ekki lokið en það tjáir sig ekki að
öðru leyti.
Sáttaferli kemur aðeins til greina
viðurkenni brotlegur aðili brot sín
og ef um alvarlegri brot er að ræða,
á borð við innherjasvik, eru þau
tilkynnt til lögreglu en ekki sett í
sáttaferli.
Það að athugun standi enn yfir
gefur til kynna að annað hvort hafi
Íslandsbanki ekki viðurkennt brot
í tengslum við útboðið eða að um
alvarleg brot sé að ræða sem ekki
verður lokið með sáttaferli. n
Fátt um svör frá Íslandsbanka
Íslandsbanki neitar að tjá sig um
yfirstandandi athugun Fjármála-
eftirlitsins. fréttablaðið/SiGtryGGUr
4 FRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023
LAUGARDAGUR