Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 58
benediktboas@frettabladid.is
Eyjólfur Kristjánsson kom í Íþrótta-
vikuna með Benna Bó sem sýnd er
á Hringbraut á föstudagskvöldum.
Eyfi er einn af okkar bestu sonum
í Eurovision. Hann samdi fyrst lag
í keppnina árið 1986 og aftur 1987
og braut þá blað í sögunni í laginu
Ástarævintýri en hann notaði þá
vindvél – eitthvað sem Eurovision-
aðdáendur þekkja vel síðan. Hann
fór fjórum sinnum út sem bakrödd
og söng hið ódauðlega lag um Nínu.
„Ég á lag í fyrstu keppninni. Það
vissi enginn hver samdi það lag af
því því var skilað inn nafnlaust á
þeim tíma en það er lagið Ég lifi í
draumi sem Björgvin Halldórsson
söng. Ég meina, aðalkeppnin var
haldin í Björgvin í Noregi, af hverju
sendum við ekki Björgvin til Björg-
vinjar? C’mon,“ sagði hann léttur.
Um vindvélina sagði hann að séra
Davíð Þór Jónsson hefði komið með
hugmyndina.
„Það var nefnilega alls ekki ég, en
auðvitað lógískt eftir á. Í viðlaginu
segir: Ég er vindurinn sem þýtur.
Þegar við erum að taka upp lagið
í myndveri sjónvarpsins þá datt
honum þetta snjallræði í hug. Þetta
var sko engin smá vindvél því hún
var eins og gott traktorsdekk.
Þetta er eins og í Írak þegar þeir
slökktu olíueldana í gamla daga. Ég
man að þegar var kveikt á þessu í
fyrsta sinn þá fukum við Ingi Gunn-
ar út af sviðinu. Þá var þetta á hæsta
og alveg svakalegt,“ sagði hann og
hló.
Eyjólfur er þó ekkert að fylgjast
með. „Mér fannst gaman að þessu
þegar á þessu stóð en ég hef varla
heyrt lögin sem eru að keppa núna.“
Benedikt Bóas þáttarstjórn-
andi sagði þá að hann myndi ekk-
ert spyrja hver færi til Liverpool í
lokakeppnina. „Ég get alveg sagt
eitthvað, en lagið sem vinnur fer
áfram,“ sagði Eyjólfur og hló enn.n
Vindvélin feykti Eyfa næstum því út af Eurovision-sviðinu
Eyfi samdi líklega eitt þekktasta Eurovision-framlag Íslands. mynd/aðsend
Fimm hesta kapphlaup í Gufunesi
Draumur í veruleikaformi
sigga Ózk (900 9901)
„Ég er svo ótrúlega spennt að stíga á svið á laugar-
daginn og gera þetta aftur. Ég er svo ótrúlega þakklát
fyrir allan stuðning og get ekki beðið eftir að fá fleiri
til að syngja og dansa með. Þetta er algjör draumur í
veruleikaformi.“
Úrslitin í Söngvakeppninni
ráðast í Gufunesi í kvöld. Þá
verður ljóst hvort það verður
Sigga Ózk, Bragi, Celebs, Diljá
eða Langi-Seli og Skuggarnir
sem verður fulltrúi Íslands í
Eurovision í maí. Keppend-
urnir geta ekki beðið.
odduraevar@frettabladid.is
Hlakkar til að syngja á ensku
Bragi (900 9902)
„Ég er rosalega spenntur fyrir
laugardeginum. Það verður gaman
að prófa að flytja lagið á ensku
og reyna að gera enn betur. Ég er
sannfærður um að öll lögin verði
æðisleg og vonandi getum við
hjálpað fólki að eiga gott partí-
kvöld.“
Hlakkar til að gera þetta aftur
diljá (900 9904)
„Stemmingin hjá mér og teyminu er frábær. Það
var svo góður andi yfir öllum í undanúrslitunum og
dagurinn allur var svo skemmtilegur að ég get ekki
beðið eftir að fá að gera þetta aftur.“
Fóru aftur í fimmta gír eftir ósigurinn
Celebs (909 9903)
„Við erum svo sannarlega spennt, mjög gaman að fá að vera með svona
óvænt, þetta wildcard kom skemmtilega á óvart! Við vorum að koma
okkur fyrir aftur á jörðinni í ósigurs-vikunni okkar, en svo fengum við
að heyra að við fáum að vera með á úrslitakvöldinu og þá fór allt aftur í
fimmta gír og við erum bara á fullu í undirbúningi fyrir flutninginn.“
Loftið er hlaðið rafmagni
Langi seli og skuggarnir (900 9905)
„Stemningin fyrir úrslitin hjá okkur í Langa Sela og Skuggunum er hrika-
lega góð. Þátttakan í Söngvakeppninni er búin að skila okkur margfalt
meiri gleði og skemmtilegheitum en við áttum von á og það er óhætt
að vitna í orð skáldsins, „Loftið er hlaðið rafmagni“.
odduraevar@frettabladid.is
Viðburðarstjórarnir Hafdís Björk
Jensdóttir og Alexandra Eir Andrés-
dóttir eru ábyrgar fyrir öllu sem við-
kemur baksviði Söngvakeppninnar.
Þær hafa vægast sagt verið á fullu
undanfarna daga.
„Við höfum oft sagt að starfslýsing
okkar endi í raun hvergi. Við förum
reyndar ekki upp á svið og syngjum
ekki,“ segir Hafdís hlæjandi og Alex-
andra tekur undir.
„Það koma sko ótal fyrirspurnir,
oft á síðustu stundu sem við þurf-
um að bregðast við. Þá þurfum við
að skjótast og redda málunum og
stundum er þetta eitthvað sem þarf
að finna út úr og tekur tíma,“ segir
Alexandra.
„En við segjum það alltaf að það
eru engin vandamál, það eru bara
lausnir. Það skiptir öllu máli að
halda í gleðina og jákvæðnina,“
segir Hafdís.
„Það er ótr ú lega gaman í
vinnunni, við hjálpumst öll að og
gerum þetta skemmtilegt og það er
andinn sem svífur hér yfir, það eru
lausnir við öllu og við finnum út úr
því.“
Þær svara því hlæjandi að sérþarf-
ir keppenda séu ekki miklar, það sé
enginn sem krefjist þess að fá bara
blá M&M til að mynda. „En ef það er
eitthvað þá er eina rétta svarið: Já,
ekki málið!“ segir Hafdís hlæjandi.
Þær hafa báðar starfað við
Söngvakeppnina undanfarin ár og
segja að jákvæðnin sé einmitt það
mikilvægasta til þess að halda í. „Því
umhverfið skiptir svo miklu fyrir þá
sem eru að taka þátt. Það er stress og
við erum hluti af því að skapa gott
og þægilegt umhverfi.“ n
Engin vandamál
og bara lausnir
Þær stöllur eru límið baksviðs.
FréttaBLaðið/anton Brink
Það skiptir öllu máli að
halda í gleðina og
jákvæðnina.
Hafdís Björk
Þetta var sko engin
smá vindvél því hún
var eins og gott trak-
torsdekk.
38 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023
lAUGARDAGUR