Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 30
Verkefnastjóri umbóta hjá Vegagerðinni
Vilt þú leiða nýja nálgun
verkefnastjórnunar?
Sótt er um laus störf á heimasíðu Vegagerðarinnar,
www.vegagerdin.is
Vegagerðin auglýsir eftir verkefnastjóra umbóta. Um nýtt starf er að ræða og því einstakt
tækifæri til þess að koma að mótun og þróun á því.
Verkefnið er að innleiða breytingar á aðferðarfræði verkefnastjórnunar og leiða uppsetningu
og notkun á verkefnastjórnunarkerfi í allri starfsemi Vegagerðarinnar sem er stærsta
framkvæmdastofnun ríkisins. Byggt er á undirbúningsvinnu sem staðið hefur yfir um nokkurt
skeið. Starfið tilheyrir deild stafrænna innviða og ferla, sem heyrir beint undir forstjóra
Vegagerðarinnar.
Starfssvið
Viðkomandi mun leiða umbótaverkefni í faglegri verkefnastjórnun í teymisvinnu þvert á
Vegagerðina. Starfið felur í sér umsjón með innleiðingu og þjálfun starfsmanna í framtíðar
verkefnastjórnunarumhverfi Vegagerðarinnar, ásamt öðrum stærri umbótaverkefnum innan
Vegagerðarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
→ Háskólanám sem nýtist í starfi
→ Vottun í verkefnastjórnun MPM eða
sambærilegu námi er kostur
→ Reynsla af verkefnastjórnun skilyrði
→ Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
→ Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í
teymisvinnu
→ Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og
faglegur metnaður
→ Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
→ Góð íslensku- og enskukunnátta
Vegagerðin er eftirsóknarverður
vinnustaður, stærsta
framkvæmdarstofnun landsins með
gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns,
eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Björgvin Brynjólfsson
(bjorgvin.brynjolfsson@vegagerdin.is )
forstöðumaður stafrænna innviða og ferla.
Umsóknarfrestur er til og með
16. mars 2023.
Múlaþing
Sími 4 700 700
mulathing@mulathing.is
mulathing.is
Sérfræðingur á upplýsinga-
tækni- og tölvudeild
Múlaþing óskar eftir að ráða sérfræðing á upplýsingatækni- og
tölvudeild í 100% framtíðarstarf.
Starfið er laust frá og með 1. apríl nk.
Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir þau sem hafa áhuga á umsýslu með
tölvukerfum og stafrænni umbreytingu sveitarfélagsins. Á upplýsingatækni- og
tölvudeild starfa 3 einstaklingar sem vinna saman í teymi.
Frekari upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu Múlaþings, www.mulathing.is
undir Störf í boði, eða á starfasíðu sveitarfélagsins hjá Alfreð.
Nánari upplýsingar veitir Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
í síma 860-2905 eða á netfangið odinn.gunnar.odinsson@mulathing.is
Umsóknarfrestur er til 5. mars.
Forstöðumaður
á nýju heimili á
Seltjarnarnesi
Fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf
Óskað er eftir forstöðumanni til starfa á heimili fólks með
fötlun í nýjum íbúðakjarna að Kirkjubraut 20 á Seltjarnarnesi.
Um er að ræða 100% starf.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknafrestur er til 15. mars, 2023.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Að þjónusta og starfsemi sé í samræmi við lög, reglugerðir,
stefnu og verkferla félagsins
• Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri heimilisins, stjórnun og starfs-
mannahaldi
• Að vinna eftir innri gæðaviðmiðum og kröfulýsingu heim-
ilisins
• Einkafjármunir íbúa og hússjóður samkvæmt umboði
• Meðferð gagna og upplýsinga sé í samræmi við lög sem
þeim tilheyra
• Innra faglegt starf og þjónusta við íbúa
• Að vinna einstaklingsmiðaðar þjónustuáætlanir með íbúum
• Samstarf við íbúa, aðstandendur og aðra samstarfsaðila
Hæfnikröfur:
• Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða
önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Að minnsta kosti 5 ára starfsreynsla
• Starfið krefst þekkingar á málefnum fatlaðs fólks og rík
áhersla er lögð á hugmyndafræði og fagleg vinnubrögð
• Reynsla af starfsmannahaldi og stjórnun er nauðsynleg
• Góð samskiptafærni í töluðu og rituðu máli og sjálfstæð
vinnubrögð
• Krefst tölvufærni ásamt góðrar íslensku og enskukunnáttu
• Frumkvæði, sjálfstæði og leiðtogafærni
Umsækjandi þarf að geta tekið virkan þátt í innra starfi fé-
lagsins og haft stefnu þess og góða starfshætti að leiðarljósi.
Starfið veitir tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spenn-
andi verkefnum í samvinnu við góðan starfsmannahóp.
Nánari upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir í síma 414-0500 á
virkum dögum.
Atvinnuumsókn sendist á erna@styrktarfelag.is.
Upplýsingar um félagið má finna á www.styrktarfelag.is
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktar-
félags.
Ás styrktarfélag hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sitt sam-
kvæmt ÍST 85:2012.
Við hvetjum áhugasama, óháð kyni og uppruna að sækja um.
4 ATVINNUBLAÐIÐ 4. mars 2023 LAUGARDAGUR