Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 22
Þegar skólunum var lokað hugsuðu foreldrarn- ir bara að það væri best að gifta þær. Inga Dóra er mikið á ferðinni í starfi sínu. Inga ásamt eiginmanni sínum, Ara Gazarian, og og syni, Eldari Z Gazarian. MYNDir/AÐSENDAr Íslendingar hafa lengt verið í þróunarsamvinnu í Malaví. Fyrir tíu árum var innleidd ný hugmyndafræði sem hefur skilað 1.200 nýjum byggingum. Forstöðukonan, Inga Dóra Pétursdóttir, segir árangurinn ótrúlegan. Á síðustu tíu árum hafa íslensk stjórnvöld fjár- magnað byggingu um 1.200 bygginga í Man- gochi-héraði í Malaví. Um er að ræða heilsugæslur, grunn- skóla, fæðingar- og nýburadeildir, vatnsveitukerfi og kennarahús til að bæta félagslega innviði og þjón- ustu. Malaví er það land þar sem Ísland hefur lengst af verið í þró- unarsamvinnu eða í alls um 40 ár. „Það er ekki bara mér sem finnst þetta ótrúlegur árangur hjá okkur. Þegar ég talaði fyrst við heilbrigðis- ráðherrann í Malaví datt hann næstum af stólnum því hann hló svo mikið þegar ég sagði honum að við værum 370 þúsund manna þjóð,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, forstöðukona sendiráðs Íslands í Lilongve, og að hann hafi ekki trúað því hversu svo fámenn þjóð hefur gert mikið. Ný nálgun „Nálgun Íslands í Malaví er mjög sérstök og hefur vakið athygli til dæmis DAC hjá OECD. Þau hafa verið að rýna þetta og hafa gefið þessu góða einkunn. Bandaríkja- menn og Alþjóðabankinn eru í kjölfarið byrjuð að vinna eftir sömu hugmyndafræði í Malaví,“ segir Inga Dóra og það hafi alltaf verið markmið þróunaraðstoðar Íslendinga í Malaví að standa að nýsköpun, prófa nýjar leiðir og fá þannig stærri framlagsríki að og stækka verkefnin með meira fjár- magni. Nálgunin er þannig að þau vinna í einu héraði og allt fjármagn sem Ísland leggur til rennur til héraðs- ins sjálfs sem er eins og sveitar- stjórn á Íslandi. „Þau gera þannig sín plön eins og Kópavogsbær gerir sína áætlun. Við skoðum svo áætlunina og metum í sameiningu hvaða verkefni eru í forgangi og fá fjármagn til fram- kvæmda. Þetta er eitt fátækasta land í heimi og það er skortur á öllu. En eitt af því sem vantar mest eru byggingar, heilsugæslur, fæð- ingardeildir og nýburadeildir, og með fjármagni frá okkur þá hefur þeim tekist að byggja 1.200 innviði á síðustu tíu árum,“ segir hún og að frá Íslandi fylgi einnig tæknilegur stuðningur. „Byggingarnar eru langtíma- lausn og fyrir okkur er þetta fjár- festing til frambúðar til að byggja upp félagslega innviði. Í Mangochi fær héraðið framlag frá ríkinu til að innleiða áætlanir sínar á hverju ári en framlag Íslands, til þeirra, er fjórum sinnum það,“ segir hún en á tíu árum hafa 42 milljónir Banda- ríkjadala runnið til héraðsins í tengslum við þróunarsamvinnu frá Íslandi. „Héraðið hefur þannig byggt sjálft byggingarnar en við veitum eftirlit og heildrænan stuðning. Við fjármögnum ekki bara bygginguna heldur líka þjálfun starfsfólks og ýmsan búnað. Skorturinn er svo mikill hérna að það er ekki óal- gengt að keisaraskurðir séu fram- kvæmdir án verkjalyfja,“ segir Inga Dóra og að fyrir þau sé mjög mikil- vægt að koma ekki aðeins bygg- ingunni upp heldur veita alhliða stuðning. Hún segir að mörg lönd séu hik- andi við þess nálgun því aðferða- fræðin krefst mjög mikillar sam- vinnu og mikilvægt er að hafa náið eftirlit með fjármagni, sérstaklega Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is Enginn venjulegur dagur í Malaví þegar kemur að byggingarfram- kvæmdum. Inga segir að það þurfi að fylgjast með hverju skrefi frá útboðsferlinu til framkvæmda því að hætta sé á spillingu. Byggingar lykilatriði „Þess vegna vilja sum lönd frekar setja sitt fjármagn í þjálfun starfs- fólks eða vitundarvakningu. En við sjáum að það eru innviðir sem skortir. Þú getur þjálfað endalaust mikið af fólki en ef það er engin fæðingardeild þá lækkarðu ekki mæðradauða til dæmis,“ segir Inga en á þeim tíu árum sem Ísland hefur verið í Mangochi-héraði hefur dreg- ið úr mæðradauða um helming. Annar merkur áfangi er að hafa náð að koma vatni til 400 þúsund manns í héraðinu en þau eru öll núna með aðgengi að vatni nálægt heimili sínu. „Við höfum til dæmis sett upp vatnsveitukerfi sem samanstanda af mjög djúpum brunni, sólarsellu sem lyftir svo vatninu og dreifir því í krana. Þetta var til dæmis rosalega mikilvægt í Covid,“ segir Inga en einnig nú því eins og stendur geisar í landinu kólerufaraldur og hafa 1.450 látið lífið síðustu mánuði af hans völdum. Sendiráðið er staðsett í Lilongwe en Inga er mikið á ferðinni. Þau vinna mikið með stofnunum Sam- einuðu þjóðanna, UN Women og UNFPA, en einnig með grasrótar- samtökum og þá sérstaklega að jafnréttismálum. „Við trúum því að breytingin verði að koma úr grasrótinni. Því miður er enn langt í land hvað varð- ar kynjajafnrétti, sérstaklega hvað varðar barnahjónabönd og ótíma- bærar þunganir,“ segir hún og að sem dæmi hafi um þúsund stelpur verið giftar á mánuði á meðan skól- arnir voru lokaðir í sex mánuði. „Þegar skólunum var lokað hugs- uðu foreldrarnir bara að það væri best að gifta þær og þunganir ungl- ingsstúlkna jukust dramatískt á tímabilinu.“ Breytingar Á döfinni eru breytingar því eftir 40 ára starf í Mangochi eru Íslendingar nú að færa sig líka yfir í annað hérað. „Það er allt á fullu og mikið að gera hjá okkur í sendiráðinu en það er alltaf skemmtilegt,“ segir Inga Dóra. Spurð hver sé mesta áskorunin er við starfið segir hún því fylgja margar áskoranir að starfa í svo fátæku landi. „Það er annar taktur í Malaví en á Íslandi. Alls ekki sami hraði hér svo ekki sé meira sagt og svo eru alls konar óvæntar uppákomur. Eins og kólerufaraldur. Þá þarf að aðlaga sig því. Á rigningartímabilum fara vegir í sundur og brýr hrynja einhvers staðar og maður þarf að aðlaga sig því. Vandamálin sem geta komið upp eru bara svo allt öðruvísi en það sem við erum vön,“ segir Inga. Hún segir að fylgst sé grannt með spillingarmálum en það er útbreitt vandamál eins og víða annars staðar. Íslendingar vel þekktir „Þetta eru skattpeningar Íslendinga þannig að við tökum það hlutverk okkar mjög alvarlega að gæta þess að peningarnir þjóni þeim tilgangi að betrumbæta líf fátæks fólks,“ segir Inga. Þrír Íslendingar eru á staðnum en auk Ingu Dóru eru það Kristjana Sigurbjörnsdóttir og Sigurður Þrá- inn Geirsson og svo átta innlendir starfsmenn. „Fólk þekkir okkur og verkefnin okkar. Við höfum verið hérna í 30 ár og það er rosalegur velvilji gagn- vart Íslendingum í Mangochi. Því árangurinn er líka svo sjáanlegur. Þegar vatnið er komið nálægt þér og barnið þitt farið í skóla. Það voru 102 börn áður í skólastofu með einn kennara en nú eru þau um 50 eða 60. Áður voru átta börn með eitt skóla- borð, nú eru þau tvö. Þetta er svo áþreifanlegur árangur,“ segir hún og að núna séu 50 þúsund konur með fæðingardeild í göngufjarlægð. „Konur eignast um sex börn hérna að meðaltali og þetta er eitt af því hættulegasta sem konur gera. Þannig að þetta skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Inga að lokum. n Inga með Priscillu Sani-Chimwele og Kristjönu Sigurbjörnsdóttur. 22 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 4. MARs 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.