Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 15
48,65%
Er sigurhlutfall Jurgen
Klopp á þessu tímabili.
2,8
Er meðalfjöldi marka
Liverpool gegn United.
9
Er fjöldi marka Liver-
pool gegn United á
síðustu leiktíð.
8
Mo Salah
er marka-
hæsti leik-
maður
Liverpool
með átta
mörk.
10
Manchester United er
taplaust í síðustu tíu
leikjum sínum.
1,6
Er meðalfjöldi marka
United gegn Liverpool.14
Marcus
Rashford
er marka-
hæsti leik-
maður
United
með fjór-
tán mörk.
73,17%
Er sigurhlutfall Erik ten
Hag á þessu tímabili.
Það er iðulega ekkert gefið
eftir þegar nágrannarnir í
Liverpool og Manchester
United eigast við. Liðin mæt-
ast á Anfield Road í Liverpool
á sunnudag, United á veika
von á titilbaráttu en Liver-
pool reynir að koma sér upp í
Meistaradeildarsæti.
hordur@frettabladid.is
fótbolti Ef tölfræði síðustu tuttugu
leikja hjá þessum liðum er skoðuð
kemur í ljós að baráttan er nánast
jöfn, Liverpool hefur unnið sjö
sigra, United sex og í sjö skipti hefur
það endað með jafntefli. Erik ten
Hag vann sinn fyrsta sigur í ensku
úrvalsdeildinni gegn Liverpool í lok
ágúst og fékk meðbyr í seglin. Eftir
brösuga tíma í deildinni hefur Liver-
pool ekki tapað í fjórum leikjum í
röð og varnarleikurinn er farinn að
nálgast það sem eðlilegt þykir, búast
má við jöfnum og spennandi leik
klukkan 16.30 á morgun, sunnudag.
Búist er við því að allar helstu
stjörnur liðanna verði með fyrir
utan Luis Diaz, leikmann Liverpool,
sem hefur verið frá um langt skeið.
Fari Liverpool með sigur af hólmi er
liðið farið að anda ofan í hálsmálið á
Tottenham sem situr í fjórða sætinu.
United situr í þriðja sæti og reynir
að horfa upp á við en bilið gæti farið
að verða of mikið ef liðið misstígur
sig í næstu leikjum. n
Fornir fjendur mætast
og það er allt undir
28
Er fjöldi marka sem
bæði lið hafa fengið á
sig á þessu tímabili.
1,97
Er meðalfjöldi marka
Liverpool á heimavelli.
4,4
Er meðalfjöldi marka í
leikjum liðanna.
26%
af mörkum Liver-
pool koma á 31. til 45.
mínútu.
1,44
Er meðalfjöldi marka
United á útivelli.
72
United vinnur 72
prósent útileikja sína
þegar liðið kemst í 0–1.
27%
af mörkum United
koma á 76. til 90.
mínútu.
1
Liverpool hefur aðeins
mistekist að skora í
einum heimaleik á
þessu tímabili.
19
Manchester United
hefur skorað hið
minnsta eitt mark í
síðustu nítján leikjum.
2016
Vann Manchester
United síðast sigur á
Anfield.
1
Liverpool hefur aðeins
tapað einum af síðustu
fimm leikjum gegn
United.
Fréttablaðið íþróttir 154. mars 2023
LAUGArDAGUr