Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 16
Það er algjör nostalgía
að grugga í þessu. Hver
var fegurðardrottning
hvaða ár, hver fór í
júró? Hvað kostaði ferð
til Mallorca? Þetta er
alls konar sem ég
skoða.
Skáksaga
leikskólans
Laufás-
borgar
nær aftur
til ársins
2008.
Um helgina |
Við mælUm með |
Yesmine
ætlaði sér
aldrei að
starfa við
matargerð.
bjork@frettabladid.is
Anna Margrét Káradóttir
ætlar næstu fjóra sunnudaga
að ferðast aftur í tímann með
hlustendum Rásar 2 í þátt
unum Tíðarandinn.
bjork@frettabladid.is
Anna Magga, eins og
hún er alltaf kölluð,
lýsir sjálfri sér sem Þor
lákshafnarmeyju sem
búsett sé í Reykjavík.
„Ég er menntuð leikkona og
ásamt því að starfa sjálfstætt á því
sviði og sem söngkona vinn ég sem
aðstoðarforstöðukona í félagsmið
stöð. Og svo auðvitað útvarpskona
líka. Ég elska fjölbreytni, vil hafa
sem nóg og fjölbreyttast að gera,“
segir Anna Magga.
Í þættinum Tíðarandanum, sem
hefur göngu sína á morgun, sunnu
dag, ferðast hún aftur í tímann
og skoðar lögin sem verða tvítug,
þrítug, fertug og fimmtug á árinu
ásamt því að skoða tíðarandann
hverju sinni.
„Hugmyndin á bak við Tíðarand
ann kom út frá lagalista á Spotify.
En ég var að fylgja lagalista á Spot
ify með lögum sem urðu tuttugu
ára fyrir nokkrum árum og hugs
aði að það ætti að vera hægt að gera
seríu úr svona og taka fyrir f leiri ár,“
útskýrir Anna Magga.
Eitt ár í hverjum þætti
Þættirnir verða á dagskrá á sunnu
dögum í mars, frá 11 til 12.20, fram
að hádegisfréttum.
„Ég byrja á árinu 1973, fimm
tugu lögunum, tek svo 1983 í næsta
þætti, svo 1993 og enda á 2003,
tek sem sagt eitt ár fyrir í hverjum
þætti. Svo fer ég yfir hvað var að
gerast í samfélaginu hverju sinni.“
Anna Magga segist hafa legið yfir
gömlum auglýsingum og tímaritum
í undirbúningsvinnunni.
„Og ég er auðvitað búin að klára
internetið í leit að fróðleik, þetta
hefur ekki verið neitt smá gaman.
Það er algjör nostalgía að grugga í
þessu. Hver var fegurðardrottning
hvaða ár, hver fór í júró? Hvað kost
aði ferð til Mallorca? Þetta er alls
konar sem ég skoða.“
Íslenskt og erlent í bland
Aðspurð segist hún velja íslensk og
erlend lög í bland.
„Ég passa vel upp á fjölbreytni,
að allir geti fundið eitthvað við sitt
hæfi. Ég vel mismunandi tónlistar
stefnur og svo var ég líka að reyna
að passa upp á kynjahlutföllin,“
segir hún og bætir við að það hafi
orðið auðveldara því nær sem dreg
ur okkar tíma.
„Hlutföllin voru ekki alveg jöfn
fyrst um sinn, því miður, sem sýnir
bara breytingarnar í gegnum árin,
sem er vel.“
Aðspurð hvaða tímabil sem hún
tekur fyrir sé í uppáhaldi hjá henni
sjálfri svarar Anna Magga:
„Ég ætti auðvitað að segja fæðing
arárið mitt, 1983, en ég verð að segja
1993 því ’90músíkin er og verður
alltaf í uppáhaldi hjá mér. Ég er
næntískrakki svo það var virkilega
erfitt að velja lög fyrir þetta tímabil,
enda langaði mig að velja svo mörg.“
Með vasadiskó á ferðalögum
Hún lýsir sér sem alætu á tónlist og
gamalli sál.
„Ég drakk í mig tónlistina sem
foreldrar mínir og eldri bræður
hlustuðu á og fékk í hendur plötu
safn foreldra minna fyrir ekki svo
löngu og þar eru heldur betur ger
semar. Ég var líka mjög mikið í því
að stela geisladiskum frá bræðrum
mínum. Ég man mjög sterkt eftir því
þegar ég fann Kirsuberdiskinn frá
Nýdanskri inni hjá bróður mínum
og hlustaði á hann, ég var átta ára
og algjörlega dolfallin yfir þessari
tónlist.“
Anna Magga segist alltaf hafa
verið háð tónlist, bæði að hlusta á
hana og syngja hana.
„Á ferðalögum mínum um landið
með foreldrunum sat ég aftur í með
vasadiskóið og söng hástöfum með
því sem ég var að hlusta á, algjörlega
í mínum heimi, greyið foreldrarnir,
segi ég nú bara,“ segir hún og hlær.
„Ef ég var orðin óþolinmóð að sitja í
bíl sögðu foreldrar mínir mér að ég
mætti velja kassettu á næstu bensín
stöð sem við myndum stoppa á og
ég varð alveg alsæl. Ég gleymi því
aldrei þegar ég fann nýjustu kass
ettuna með Vinum vors og blóma
á bensínstöðinni á Kirkjubæjar
klaustri, litla veislan! Já, eða SSSól
kassettuna í Vík í Mýrdal,“ segir hún
að lokum. n
Algjör nostalgía út mars
bjork@frettabladid.is
Yngsta og efnilegasta skáklið lands
ins, Skákbörn, lið Laufásborgar,
stefnir á heimsmeistaramótið í
skólaskák sem fer fram á Grikklandi
í apríl. Liðið efnir til skákhátíðar á
Eiðistorgi í dag, laugardag, sem liðar
í fjáröflun fyrir ferðina.
Skáksaga leikskólans Laufásborg
ar nær aftur til ársins 2008. Upphaf
lega var markmiðið að kenna elstu
börnunum að þekkja taflmennina
og mannganginn en nú læra öll
þriggja til fimm ára börn leikskólans
að tefla. Það er til mikils að vinna
enda hafa rannsóknir sýnt jákvæð
áhrif skákkennslu á einbeitingu,
námsgetu, ímyndunarafl og fleira.
Skákbörn, lið leikskólans, hefur á
að skipa þrettán börnum og stefnir
hópurinn á Heimsmeistaramótið
Efnilegasta skáklið landsins heldur hátíð
Skákbörn, lið
leikskólans
Laufásborgar
stefnir á heims-
meistaramótið
í skólaskák í
næsta mánuði.
fréttablaðið/
valli
í skólaskák í Grikklandi í næsta
mánuði. Sem liður í þeirri fjáröflun
efnir foreldrafélagið Hrókur alls
fagnaðar til skákhátíðar fyrir börn
og fullorðna á Eiðistorgi í dag milli
klukkan 14 og 16.
Klukkan 14 verður tef ld risa
skák, á stóru skákborði með stórum
skákmönnum, og munu strákarnir
í Chess after dark keppa við börnin
ásamt þjálfara sínum.
Klukkan 15 verður svo listaverka
uppboð þar sem boðin verða upp
listaverk eftir marga þekkta lista
menn, til að mynda Hildigunni
Birgisdóttur, Þorvald Jónsson,
Godd, Þórdísi Erlu Zoega, Ragnheiði
Þorgrímsdóttur og fleiri.
Eins stendur til boða að styrkja
börnin með kaupum á múslí, ullar
vörum, happdrættismiðum eða
kaffi og öðrum veitingum. n
Dömplingum
Veitingastaðurinn Dragon Dim Sum
hefur nú verið opnaður á Geirsgötu 9.
Hugmyndin á bak við staðinn er að
nýta hráefni sem í boði er á Íslandi til
að búa til kínverska dömplinga. Mat
seðillinn er einfaldur, bragðsterkur
og virkilega góður. Við mælum
sérstaklega með Chicken Wonton
sem inniheldur kjúkling, gulrætur,
hnetur, rautt karrí og chilli.
Söngvakeppnisstemningu
Söngvakeppni sjónvarpsins er á dag
skrá í kvöld og loks kemur í ljós hver
mun keppa fyrir hönd Íslands í Euro
vision í vor. Söngvakeppnin er kjörið
tækifæri til að skapa stemningu
og gleði. Sama hvort það er snakk
og Vogaídýfa með fjölskyldunni,
júrópartí með vinunum eða horft
undir sæng mælum við með söngva
keppnistemningu í kvöld. n
Anna Margrét
Káradóttir
býður hlust-
endum Rásar 2
upp á ferðalag
aftur í tímann
alla sunnudaga í
mars.
fréttablaðið/
ernir
Yesmine Olsson er hvað þekktust hér á landi
fyrir Bollywooddansa og austurlenska
matargerð, helst indverska. Sjálf er Yesmine
fædd í nágrannalandi Indlands, Srí Lanka,
þaðan sem hún var ættleidd til sænskra
hjóna og ólst upp í litlu sjávarþorpi í Svíþjóð.
Yesmine og systir hennar, sem ættleidd var frá sama
stað, voru aldar upp á hefðbundnum sænskum mat,
smörrebröd og sænskum kjötbollum. En svo mjög
fannst þeim vanta upp á kryddið að þær stálust tvær
saman, á fermingaraldri, alla leið yfir til Kaupmanna
hafnar, á meðan foreldrar þeirra voru við vinnu. Þar
fundu þær litla búllu þar sem boðið var upp á indverskt
lambakarrí og eftir það varð ekki aftur snúið, hún, sem
áður hafði aldrei smakkað indverskt, var heilluð.
Yesmine ætlaði sér aldrei að starfa við matargerð.
En hún, sem hefur búið á Íslandi í tæpa þrjá áratugi,
upplifir að því lengra sem hún fer frá rótunum, því
fastar togi þær. „Ættleiðingin hefur að mörgu leyti
stjórnað ferðalagi mínu. Ræturnar hafa stýrt mér. Þú
sérð að hér er ég – að elda indverskan mat og dansa
Bollywood,“ segir Yesmine sem nú hefur opnað
veitingastað þar sem hún segist brjóta allar reglur og
blanda saman ólíkri matargerð, sem er eins og hún:
Fjölþjóðleg og fersk! n
Römm er sú taug
16 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023
lAUgARDAgUR