Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 55
Þótt framleiðendum smábíla hafi fækkað hafa sumir trú á þeim enn þá, eins og Kia sem endurhannar Picanto. Að framan verður „Tiger Nose“ hönnun Kia í fyrirrúmi. Margir höfðu spáð því að Elon Musk myndi frumkynna nýjan millistærðarbíl sem yrði minni en Model 3 og keppinautur ID.3- bíls Volkswagen. Af því varð þó ekki. Dagur fjárfesta í Tesla var haldinn í vikunni sem leið og þó að nýr bíll hafi ekki litið dagsins ljós enn þá, er margt að frétta eftir þennan viðburð og ýmislegt á prjónunum hjá frumkvöðlinum Elon Musk. Meðal þess sem greint var frá og sýnt var mynd af tveimur nýjum bílum undir dúk, sem líklega eru svokallaður Model 2 og kassalaga bíll sem kall- aður hefur verið Robotaxi. njall@frettabladid.is Á degi fjárfesta tilkynnti Elon Musk meðal annars að næsta verksmiðja Tesla yrði byggð í Monterrey í Mexíkó og að hún yrði stærsta bíla- verksmiðja sem smíðuð hefur verið. Hún mun framleiða næstu gerðir Tesla-bíla og einnig hluti fyrir aðrar verksmiðjur. Margir höfðu búist við að Tesla myndi kynna „Model 2“ til sögunnar en af því varð ekki en yfirhönnuður Tesla, Franz von Holtzhausen, tilkynnti þó að hann yrði frumsýndur á seinni stigum. Einnig var tilkynnt að Cybertruck myndi fara í framleiðslu á þessu ári og sagt frá nokkrum breytingum á honum, þó að bíllinn líkist mjög þeim bíl sem frumsýndur var árið 2019. Loks var ekkert fjallað um Roadster-sportbílinn sem bendir til þess að hætt hafi verið við bílinn, alla vega í bili. Yf irbygging Cybertruck-pall- bílsins er að mestu leyti eins og hún var þegar bíllinn var fyrst kynntur. Yfirbygging úr ryðfríu stáli er enn til staðar en formað ál verður notað í bílinn að aftan- verðu. Notuð verður risastór 8.000 tonna pressa til að forma aftur- hluta bílsins. Bíllinn mun koma í sýningarsali með þríhyrningslaga hliðarspegla en myndavélar verða fáanlegar sem aukabúnaður. Felg- urnar sem voru á bílnum árið 2019 verða þó að öllum líkindum ekki á framleiðslubílnum. Að innanverðu er bíllinn orðinn hefðbundnari ef hægt er að segja það um Tesla-bíl. Í stað miðjusætis fyrir ökumann er kominn miðjustokkur og komið er kassalaga stýri. Einnig var tilkynnt að Cybertruck yrði fyrsti bíll Tesla til að fá nýtt 48 volta rafkerfi, sem koma mun í öllum nýjum Tesla- bílum í framtíðinni. Margir höfðu spáð því að Elon Musk myndi frumkynna nýjan millistærðarbíl sem yrði minni en Model 3 og keppinautur ID.3-bíls Volkswagen. Skissur af slíkum bíl hafa verið á flakki á netinu og talað hefur verið um að bíllinn muni kosta undir 20.000 dollurum. Tesla kynnti engan slíkan bíl og kannski hafði það þau áhrif að hlutafé í Tesla féll um 5 prósent fyrsta daginn eftir kynninguna. Þó var talað um að undirvagn þessa bíls yrði ódýrari í framleiðslu og að hann yrði að öllum líkindum framleiddur í nýrri verksmiðju Tesla í Mexíkó. n Margt á prjónunum hjá Tesla eftir dag fjárfesta Tesla Model 2 er hugsaður sem keppinautur við VW ID.3 og verður væntan- lega byggður í nýrri risaverksmiðju í Mexíkó. MYNDIR/TESLA Elon Musk tilkynnti að næsta verksmiðja Tesla í Mexíkó verði stærsta bílaverksmiðja sem heimurinn hefur séð. Tveir bílar voru sýndir undir dúk en það eru líklega hinn margumtalaði Robo- taxi og til hægri er næsti fólksbíll Tesla sem keppa mun við VW ID.3. njall@frettabladid.is Þó að smábílamarkaðurinn sé á hverfanda hveli eru nokkrir fram- leiðendur enn þá iðnir við kolann þótt aðrir hafi horfið af markaði. Toyota er nýlega búið að endur- hanna Aygo-smábílinn og einn helsti keppinautur þeirra er Kia, sem kemur bráðum með andlits- lyftingu á Picanto-smábílnum. Nýlegar njósnamyndir af bílnum sýna að þótt aðeins andlitslyfting sé fyrirhuguð er um talsverða endur- hönnun að ræða. Bíllinn er áfram hár og mjór en framendinn hefur fengið nýja hönnun með nýjum ljósum sem minna nokkuð á EV9. Að vísu er bíllinn í miklum felu- búningi sem bendir einmitt til þess að meiri breytingar séu þar undir, en líklega má búast við „Tiger Nose“ hönnun á grilli og aðalljósum. Einn- ig má búast við endurhönnun á hjól- bogum og afturstuðara. n Njósnamynd af breyttu útliti Picanto Talsverð endurhönnun er á framenda bílsins sem fær að líkjast EV9 rafbílnum. MYND/AUTO EXPRESS njall@frettabladid.is Nokkuð hefur verið beðið eftir uppfærslu Volkswagen ID.3 sem nú hefur raungerst, þremur árum eftir frumsýningu bílsins. Eins og títt er um slíkar andlitslyftingar þýða þær nýja liti og felgur en einnig hefur bíllinn fengið nýjan ljósabúnað. Að aftan má sjá ný afturljós með endurhönnun á bremsuljósum og framljósin fá nýjan svip. Einn- ig munu bílar búnir Matrix-fram- ljósum fá „kveðju“ innbyggða í ljósa- búnaðinn sem sýnir nokkurs konar hreyfimynd. Loks er framstuðarinn með nýju, hvassara lagi og húddið nær nú lengra upp að framrúðu en áður. Að innan er meiri bólstrun en áður og einnig lýsing og meiri notk- un á endurvinnanlegum efnum. Kominn er 12 tommu margmiðl- unarskjár í stað tíu tommu og kerfið styður Apple CarPlay og Android Auto þó að leiðsögukerfið noti hug- búnað frá Volkswagen, sem leggur til hleðslustopp á lengri leiðum. n VW kynnir nýtt útlit ID.3 Að framan er ný gerð Matrix- aðalljósa og komnir eru nýir litir eins og hinn ólívubrúni á þessum bíl. MYND/VW GROUP njall@frettabladid.is Það styttist að Kia frumsýni EV9 en hann verður kynntur til sögunnar seinna í þessum mánuði. Til að halda blaðamönnum við efnið setti Kia á netið útlínumyndir af bílnum sem sýna betur en áður vissa hluti í útliti hans. Hliðarmyndin sýnir vel að kassalaga útlit hans mun halda sér og líka L-laga díóðuljósin. Munu afturljósin meðal annars ná upp með D-bitum bílsins og upp í vind- skeiðina fyrir ofan afturrúðuna. Að framan er „Tiger Nose“ hönn- un Kia í fyrirrúmi ásamt hefð- bundnara grilli. Loks eru kantaðir hjólbogarnir áberandi sem þýðir að þeir munu ná í framleiðslu þótt felgurnar hafi minnkað um eina tommu. Bíllinn verður frumsýndur seinna í mánuðinum og fer í sölu seinna á árinu, og þá verða hlutir eins og innrétting og tæknibúnaður betur ljósir. n Kia sýnir útlínumyndir af EV9 Flest í útliti EV9 frá tilraunaút- gáfu heldur sér eins og kassa- laga hliðarsvip- ur og hjólbogar. MYND/KIA FréTTablaðIð bílar 354. Mars 2023 laUGarDaGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.