Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi,
Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101
reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Einbeit-
ingin að
baki þessu
siðleysi er
svo stæk og
sturluð að
löggjafar-
samkundu
lands-
manna
setur niður
fyrir þol-
mörk.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Mín skoðun
Gunnar
Sif
Sigmarsdóttir
Vinkona mín kennir bókmenntir við háskóla
á Englandi. Nýverið kom til hennar nemandi
og kvartaði undan smásögu sem hún hafði
látið bekkinn lesa. Sagan var eftir Margréti
Atwood og fjallaði um hvarf stúlku úr sumar-
búðum. Nemandanum þótti efni sögunnar
óviðeigandi því það væri átakanlegt. Vinkonu
minni var brugðið. Uppákoman hefði þó ekki
átt að koma á óvart.
Í síðasta mánuði bárust fréttir af því að
Greenwich-háskóli í London hefði sett inn-
taksviðvörun – svo kallaða „trigger warning“
– á bókina Northanger Abbey eftir Jane
Austen. Voru nemendur varaðir við „kyn-
bundnum staðalímyndum“ og „óheilbrigðum
samböndum“. Stuttu fyrr hafði skóli vinkonu
minnar sett slíka viðvörun á Stikkilsberja-
Finn eftir Mark Twain vegna óviðeigandi
orðalags og óhugnanlegrar atburðarásar.
Rannsókn dagblaðsins The Times leiddi
í ljós að breskir háskólar fjarlægja reglu-
lega bækur úr hillum og af leslistum valdi
innihald þeirra einhverjum uppnámi. Meira
en þúsund titlar hafa verið merktir með inn-
taksviðvörun, bækur eftir höfunda á borð
við William Shakespeare, Charlotte Brontë,
Charles Dickens og Agöthu Christie.
En það eru ekki aðeins bækur sem sæta
slíkri meðferð. Á síðasta ári kom Cambridge-
háskóli á fót sérstöku námskeiði um tján-
ingarfrelsi þar sem nemendum er kennt að
umbera sjónarmið sem þeir eru ósammála.
Var það gert í kjölfar þess að met var slegið í
fjölda viðburða sem breskir háskólar aflýstu
vegna andstöðu nemenda við skoðanir þeirra
sem koma áttu þar fram.
Konurnar í geymslunni
Í síðustu viku birtist frétt í Morgunblaðinu
undir yfirskriftinni: „Verk Blöndals eru enn í
geymslunni.“ Árið 2019 voru nektarmyndir
af konum eftir myndlistarmanninn Gunn-
laug Blöndal fjarlægðar af veggjum Seðla-
banka Íslands eftir að starfsmenn kvörtuðu
undan þeim. Aðgerðin vakti hörð viðbrögð
listunnenda sem líktu henni við bóka-
brennur. Bandalag íslenskra listamanna
kallaði verknaðinn ritskoðun, púritanisma
og tepruskap. En eru allsberu konurnar í
geymslu Seðlabankans raunverulega dæmi
um ritskoðunarhneigð samtímans?
Leikkonan Cate Blanchett leikur umdeild-
an hljómsveitarstjóra í kvikmyndinni Tár. Í
viðtali nýverið varaði hún við því að strok-
leðri væri beitt á bókmennta- og listasöguna.
„Ef við lesum ekki gamlar bækur í sögulegu
samhengi vegna þess að þær hneyksla okkur
munum við aldrei skilja hugsunarhátt for-
tíðar og erum dæmd til að endurtaka hann.“
Blanchett gagnrýndi einnig kröfuna um að
listamenn hefðu hreint móralskt sakavott-
orð. „Sjáið Picasso. Við getum rétt ímyndað
okkur hvað átti sér stað í kringum vinnu-
stofuna hans. En horfum við á Guernica og
segjum verkið eitt það magnaðasta sem hefur
verið málað? Já.“
Ritskoðunargleði, hneykslunargirni og
þöggunartilburðir eru raunveruleg ógn við
frjálslynd lýðræðissamfélög. Svo óhugnanleg
er meðvirknin með slíkum alræðistilburðum
að einhverjum þætti vafalaust við hæfi að
umfjöllun um hana fylgdi „trigger warning“.
Illa ígrundaðar upphrópanir um bókabrenn-
ur og tepruskap í Seðlabankanum beina hins
vegar sjónum frá kjarna málsins.
Ritskoðun er eitt. Samhengi hlutanna er
annað. Guernica Picasso sýnir limlest lík og
látið barn. Myndum við hengja málverkið
upp í leikskóla? Myndum við fylla bóka-
hillur Kvennaathvarfsins með klámfengnum
skáldskap Michel Houellebecq? Hvers vegna
þykir sjálfsagt að allsnaktar konur prýði veggi
karlaveldis þar sem konur reyna nú að hasla
sér völl og sýna að þær eru meira en kyntákn?
Nær væri að þau sem hrópa nú hátt um
tepruskap sýndu af sér hugrekki og spyrntu
fótum við raunverulegri ritskoðun. Því hún
leynist víða. n
Óhugnanleg meðvirkni
Ritskoð-
unargleði,
hneyksl-
unargirni
og þögg-
unartil-
burðir eru
raunveru-
leg ógn við
frjálslynd
lýðræðis-
samfélög.
Það er nógu súrt og sárt að sjá hvernig
farið hefur verið með eigur almenn-
ings í einu mesta hneykslismáli síðari
ára á Íslandi, Lindarhvolsmálinu,
þó að ekki bætist við sú auma ásýnd
Alþingis að sitja á greinargerð um málið.
Það hefur aldrei mátt taka það af íslenskri
stjórnsýslu að hún er spillt. En einbeitingin að
baki þessu siðleysi er svo stæk og sturluð að lög-
gjafarsamkundu landsmanna setur niður fyrir
þolmörk.
Hlutverk Alþingis er þríþætt. Það setur þjóð-
inni lög. Það fer með opinber fjármál hennar.
Og það rækir eftirlitsskyldur.
Og ber nú nýrra við. Forseti Alþingis hefur
ákveðið upp á sitt eindæmi að neita þingi og
þjóð um upplýsingar um það sem afvega hefur
farið í umsjón og sölu ríkiseigna upp á tugi
milljarða króna.
Keisarans nekt er þar með alger. Og einræðis-
herrann á efsta stóli Alþingis ber því við að hér
sé um hvert annað vinnuskjal að ræða sem beri
ekki að opinbera þegar hitt liggur fyrir að hér
er um að ræða skjal sem settur ríkisendurskoð-
andi hefur þegar sent Alþingi.
Þar með er það orðið opinbert skjal.
Orð í aðra veru eru þvaður.
Og hvers vegna er verið að leyna þessum upp-
lýsingum?
Svarið er kunnuglegt.
Einkahlutafélagið Lindarhvoll var stofnað
2016 til að fara með eignir sem slitabú föllnu
bankanna afhentu ríkinu sem stöðugleika-
framlag á sínum tíma. Það er ekki lítið. Gjörn-
ingurinn snýst um stærstu einstöku ríkiseigna-
sölu sem gerð hefur verið.
Og það má sumsé ekki fjalla um það hvernig
hún fór fram.
Akkúrat af því að eitthvað er að.
Og allt er málið með ólíkindum. Söluferlið
var ekki einasta „sjoppulegt“, eins og ágætur
bankamaður komst að orði þegar salan á
eignarhaldi í Klakka var reifuð nýverið í
héraðsdómi, en sá maður er alvanur að selja
eignir, heldur kom stjórn Lindarhvols af fjöllum
í réttinum þegar hún var spurð út í söluferlið. Á
daginn kom að fullfrískt fólk mundi ekkert frá
árinu 2018 þegar starfsemi Lindarhvols var að
ljúka.
Frændhygli og klíkuskapur hefur verið við-
varandi óskapnaður í íslenskri stjórnsýslu þar
sem menn hafa getað skarað eld að eigin köku
án þess að hið opinbera aðhafist nokkuð.
Lindarhvolsmálið er sorgleg áminning um þá
leyndarhyggju sem hefur fengið að viðgangast í
íslenskri pólitík í áraraðir.
Nú er aðeins spurning hvort flokkur forseta
Alþingis, Sjálfstæðisflokkurinn, má þetta og á
þetta lengur. n
Leyndarhvoll
12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 4. mARs 2023
LAuGARDAGuR