Fréttablaðið - 04.03.2023, Blaðsíða 29
Framkvæmdastjóri Austurbrúar
Leitað er að drífandi og reyndum leiðtoga í stjórnunarstarf sem byggir m.a. á miklum samskiptum við stjórnvöld á öllum stigum stjórnsýslunnar, stofnanir
og fyrirtæki í nærumhverfi og á landsvísu, hagsmunasamtök og aðra þá sem tengjast starfsemi stofnunarinnar.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511 1225. Áhugasamir einstaklingar,
óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.
Helstu menntunar- og hæfniskröfur:
• Mjög góð þekking á Austurlandi, samfélagi og atvinnulífi
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
• Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og mannaforráðum
• Mjög góð samskipta- og leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs
• Reynsla af stefnumótunarvinnu og áætlanagerð í umfangsmiklum verkefnum
• Þekking og reynsla af byggðamálum og málaflokkum stofnunarinnar er
æskileg
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Framsýni, lausnamiðuð hugsun, útsjónarsemi og jákvætt viðmót
• Heiðarleiki og gott orðspor
• Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun starfsemi Austurbrúar, SSA og
annarra tengdra félaga
• Ábyrgð á framkvæmd ákvarðana stjórna
• Ábyrgð á framkvæmd fjárhagsáætlana, starfsáætlana og stefnumörkunar
• Ábyrgð á framkvæmd samningsbundinna verkefna Austurbrúar og SSA
• Hagsmunagæsla fyrir landshlutann og eftirfylgni svæðisskipulags
Austurlands
• Samskipti og samstarf við hagaðila s.s. sveitarfélög, stofnanir, atvinnulíf
og aðra hagaðila
• Undirbúningur stjórnarfunda og úrvinnsla eftir þá
• Ráðgjöf við stjórn
Austurbrú er sjálfseignarstofnun sem starfar í stoðþjónustu á Austurlandi. Stofnunin er verkefnastofa sem vinnur að framgangi víðtækra og þverfaglegra verkefna
í þágu Austurlands. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Framkvæmdastjóri getur haft aðsetur á hverri af starfsstöðvum Austurbrúar en búseta á
Austurlandi er skilyrði.
Ertu reyndur stjórnandi með góða leiðtogahæfileika og innsýn í stjórnsýslu?
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu,
getu og reynslu starfsmanna.
Hver einstök ráðning er mikilvæg
fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis
og viðkomandi einstaklings að vel
takist til.
Hafðu samband við okkur og sjáðu
hvað við getum gert fyrir þig.
RÁÐNINGAR